Fréttablaðið - 28.08.2008, Side 41

Fréttablaðið - 28.08.2008, Side 41
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 5í túninu heima ● fréttablaðið ● Skessan mætir á bókasafnið í Mosfells- bæ. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Barnaleikritið Sigga og Skessan eftir sögu Herdísar Egilsdóttur verður sýnt á Bókasafni Mosfells- bæjar föstudaginn 29. ágúst næst- komandi, klukkan tíu. Öllum börnum í Mosfellsbæ sem fædd eru árið 2004 er boðið á leiksýninguna og munu þau koma í fylgd með sínum leikskólakenn- urum. Það er Stoppleikhópurinn, með Eggert Kaaber í fararbroddi, sem mun flytja leikritið, en það fjallar um vináttuna. Leiksýning- in er hluti af bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ og er þetta í þriðja sinn sem bókasafnið stendur fyrir svona uppákomu. Á fyrri hátíðum hafa um hundrað og tuttugu börn mætt og skemmt sér konunglega, enda aðstaðan góð á bókasafninu. Vinátta í verki á bókasafninu Gunnar Kvaran spilar verk Bachs á Gljúfrasteini rétt eins og Laxness. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Síðustu tónleikarnir í Sumartón- leikaröð Gljúfrasteins fara fram á sunnudaginn klukkan fjögur. Gunnar Kvaran sellóleikari mun þá leika verk eftir Johann Sebasti- an Bach, en nóbelsskáldið Hall- dór Laxness lék einmitt verk eftir Bach daglega á Gljúfrasteini. Tónleikaröð sumarsins hefur verið vel heppnuð og fjölsótt. Meðal listamanna sem hafa komið þar fram eru Jónas Ingimundar- son, hljómsveitin Flís og Sigrún Eðvaldsdóttir. Verk Laxness hafa verið listamönnunum hugleikinn. Síðastliðinn miðvikudag söng til dæmis Guðrún Ingimarsdóttir sópran lög við texta skáldsins. List í húsi skáldsins Golf er tilvalin leið fyrir ungl- inga til að njóta útiveru. Golf þarfnast mikils aga og æfingin skapar sannarlega meistarann. Unglingaeinvígi í golfi verður haldið í Mofellsbæ sunnudaginn 31. ágúst og það í fjórða sinn. Unglingaeinvígið er boðsmót þar sem leikmenn geta unnið sér inn þátttökurétt á Kaupþingsmótaröð- ina. Auk þess er klúbbmeisturum Golfklúbbsins Kjalar boðin þátt- taka. Leikið verður í þremur aldurs- flokkum, það er að segja flokki fjórtán ára og yngri, flokki fimmt- án til sextán ára og síðan flokki sautján til átján ára. Leikin verða einvígi í öllum flokkum að morgni sunnudagsins og þrír úr hverjum flokki komast í Unglingaeinvígið sem haldið er eftir hádegi sama dag. Sigurvegari ársins á undan er eini keppandinn sem tryggt hefur sér þátttöku í lokaeinvíginu. Það er Golfklúbburinn Kjöl- ur sem sér um mótið sem verður án efa mikil skemmtun og eflaust skapast spenna. Mótið er hluti af fjölskylduhátíðinni í Mosfells- bæ, „Í túninu heima“. Vinsældir golfíþróttarinnar hafa aukist mikið síðasta áratug og er hún stunduð af fólki á öllum aldri. Ungmenni hafa einnig sýnt íþróttinni mikinn áhuga og er það gleðiefni. - mmr Unglingar mætast í golfi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.