Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 28.08.2008, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 5í túninu heima ● fréttablaðið ● Skessan mætir á bókasafnið í Mosfells- bæ. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Barnaleikritið Sigga og Skessan eftir sögu Herdísar Egilsdóttur verður sýnt á Bókasafni Mosfells- bæjar föstudaginn 29. ágúst næst- komandi, klukkan tíu. Öllum börnum í Mosfellsbæ sem fædd eru árið 2004 er boðið á leiksýninguna og munu þau koma í fylgd með sínum leikskólakenn- urum. Það er Stoppleikhópurinn, með Eggert Kaaber í fararbroddi, sem mun flytja leikritið, en það fjallar um vináttuna. Leiksýning- in er hluti af bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ og er þetta í þriðja sinn sem bókasafnið stendur fyrir svona uppákomu. Á fyrri hátíðum hafa um hundrað og tuttugu börn mætt og skemmt sér konunglega, enda aðstaðan góð á bókasafninu. Vinátta í verki á bókasafninu Gunnar Kvaran spilar verk Bachs á Gljúfrasteini rétt eins og Laxness. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Síðustu tónleikarnir í Sumartón- leikaröð Gljúfrasteins fara fram á sunnudaginn klukkan fjögur. Gunnar Kvaran sellóleikari mun þá leika verk eftir Johann Sebasti- an Bach, en nóbelsskáldið Hall- dór Laxness lék einmitt verk eftir Bach daglega á Gljúfrasteini. Tónleikaröð sumarsins hefur verið vel heppnuð og fjölsótt. Meðal listamanna sem hafa komið þar fram eru Jónas Ingimundar- son, hljómsveitin Flís og Sigrún Eðvaldsdóttir. Verk Laxness hafa verið listamönnunum hugleikinn. Síðastliðinn miðvikudag söng til dæmis Guðrún Ingimarsdóttir sópran lög við texta skáldsins. List í húsi skáldsins Golf er tilvalin leið fyrir ungl- inga til að njóta útiveru. Golf þarfnast mikils aga og æfingin skapar sannarlega meistarann. Unglingaeinvígi í golfi verður haldið í Mofellsbæ sunnudaginn 31. ágúst og það í fjórða sinn. Unglingaeinvígið er boðsmót þar sem leikmenn geta unnið sér inn þátttökurétt á Kaupþingsmótaröð- ina. Auk þess er klúbbmeisturum Golfklúbbsins Kjalar boðin þátt- taka. Leikið verður í þremur aldurs- flokkum, það er að segja flokki fjórtán ára og yngri, flokki fimmt- án til sextán ára og síðan flokki sautján til átján ára. Leikin verða einvígi í öllum flokkum að morgni sunnudagsins og þrír úr hverjum flokki komast í Unglingaeinvígið sem haldið er eftir hádegi sama dag. Sigurvegari ársins á undan er eini keppandinn sem tryggt hefur sér þátttöku í lokaeinvíginu. Það er Golfklúbburinn Kjöl- ur sem sér um mótið sem verður án efa mikil skemmtun og eflaust skapast spenna. Mótið er hluti af fjölskylduhátíðinni í Mosfells- bæ, „Í túninu heima“. Vinsældir golfíþróttarinnar hafa aukist mikið síðasta áratug og er hún stunduð af fólki á öllum aldri. Ungmenni hafa einnig sýnt íþróttinni mikinn áhuga og er það gleðiefni. - mmr Unglingar mætast í golfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.