Réttur - 01.06.1915, Síða 5
11
flestir ráma eitthvað í það, þó ekki sjáist það mjög
í framkvæmdinni sumstaðar á landinu.
En það er ekki nema vel viðeigandi í fyrsta hefti
þessa tímarits að skýra dálítið frá því, hvað það
var, sem einkum vakti hana og hratt á stað.
Hin frjálsa samkepni, sem spratt upp úr kenningum
Adam Smiths, skotska þjóðmegunarfræðingsins, var grund-
vallarhugsjónin og lyftistöng framfaranna á nítjándu öld-
inni, og alt skipulag félagslífsins og atvinnuveganna hlaut
að sníðast samkvæmt lögmáli hennar.
Frjálsa samkepnin hafði líka aðrar afleiðingar, og þær mjög
mikið til hins verra.
Hún er nefnilega aðalorsökin til misskiftingar auðsins —
að auðurinn hefir safnast að vissum mönnum og stéttum,
en aðrar stéttir sokkið i örbyrgð. Samkepnin hefir reynst
fölsk, og ýmiskonar einokun siglt undir hennar flaggi. Til
sönnunar nægir að nefna aðeins — kaupmannahringina,
olíuhringina og ýmiskonar »einokunar-samtök« — og sam-
bönd ýmsra stétta til að halda við sérréttindum sínum.
Lögin heimila það, og samkepnin helgar það. Gegn þessu
verða hinar stéttirnar — bændur og verkamenn og fleiri —
að beita sömu vopnum, það er samtökum; kaupfélögin t. d.
eru ekkert annað en hringir, til að gæta hagsmuna og rétt-
inda félagsmanna, til þess að vinna á móti hinum hringun-
um og koma á jöfnuði. En annað lögmál liggur til grund-
vallar fyrir félögunum. Samkepnin er strikuð út, en í stað
hennar komin samhjálpin. Enda eru þessi lögmál jafn and-
stæð og hvítt og svart. Samkepnin hampar þeim sterka,
ryður þeim veika af stalli. Samhjálpin styður líka þann
veika, þ. e. alla jafnt. — Nú dettur ykkur ef til vill í hug,
að fyrst félögin, hringirnir berjast hvorir við annan, þá sé
það samkepni. Nei; að vísu getur það litið svo út í bili.
En markmið kaupfélaganna er ekki það að vernda aðeins
sérréttindi vissra stétta, t. d. bænda, eða gera hinar rétt-
lausar. Markmiðið er það að öll þjóðin geti verið einn
hringur, eitt verzlunarfélag, og meira til, allar þjóðir, það
er nógu hátt sett.