Réttur - 01.06.1915, Síða 49
— 55 —
önnur vöruskiftaverslun, en að því leyti lakari, að þar er
annarsvegar vara, sem enginn þarfnast í þeirri mynd, sem
hann fær hana.
Þetta hafa menn líka fundið meira eða minna ljóst, og
náttúrlega reynt að bæta úr því. Mikið af heimsversluninni
er því rekið með pappírsávísanir sem gjaldmiðil. Pappírinn
kostar sama sem ekkert, og vegur sama sem ekkert, því að
hægt er að láta lítinn miða gilda svo mikið sem vill, og
pappírsávísun rýrnar ekki að gjaldmiðilsgildi við brúkun.
Verslun með þann gjaidmiðil er því ekki vöruskiftaverslun,
og virðist hafa alla hina þráðu kosti. En gallinn er, að p?pp-
írsávísanirnar eru venjulega fyrst og síðast ávísanir á gull og
silfurpeninga. Peir þurfa því að vera til. Þeir þurfa að standa
á bak við, og hlaupa í skörðin, þegar handhöfum ávísan-
anna þóknast.
Sú tegund pappírsávísana, sem almenningur þekkir best,
eru »bankaseðlarnir«. Peir eru venjulega ávísanir á gull eða
silfurpeninga, sem bankinn verður að geyma, til að geta
fullnægt þeim kröfum, sem handhafi seðlanna kann að gera.
Pó er gert ráð fyrir, að seðlarnir komi aldrei allir í einu
til innlausnar, og geymir því bankinn ekki góðmálma,
nema sem svarar nafnverði nokkurs hluta, t. d. helmings,
af seðlunum.
Pað er nú mikiil gróðavegur, að búa til peninga úr papp-
ír, og lána þá út gegn fullum vöxtum, enda þykir seðlaút-
gáfurétturinn mikils virði, jafnvei þótt tryggja verði seðlana
að hálfu með gulli, og sér þó hver maður, að gróðinn
yrði að minsta kosti helmingi meiri, ef ekkert gull þyrfti
að geyma.
En hvers vegna þarf nú að geyma þetta gull? Hvers
vegna getur ekki seðillinn endalaust gengið mann frá manni
sem ávísun á vörur eða vinnuafl eftir nafnverði sínu? Af
því að útgefandann skortir tiltrú. Pað hefir komið fyrir, að
útgefandi hefir gefið út óhóflega mikið af seðlum, meira
en menn höfðu þörf fyrir, meira en stóð í réttu hlutfalli
við viðskiftaveltuna og meira en hann átti eignir fyrir. Eng-
inn skynsamur maður kærir sig um að geyma gjaldmiðil