Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 32
32
RÉTTUR
á þjóðþingið, þá gefur það að skilja, að samband þess full-
trúa við umbjóðendur sína verður ekki eins gott og t. d.
fulltrúa, sem 1000 kjósendur kjósa, svo framarlega sem aðrar
aðstæður eins og t. d. vald umbjóðenda yfir þingmanninum
o. s. frv. eru hinar sömu. Vér íslendingar ættum því, aðeins
vegna smæðarinnar, að geta skapað fullkomnara lýðræði en
aðrar þjóðir, ef vér ekki drögumst aftur úr lýðræðisþróun
þeirra á öðrum sviðum.
Þá er það og aíar þýðingarmikið atriði til þess að tryggja
þróun raunhæfs lýðræðis að eigi nái fótfestu á landi voru
spillt embættismannastétt eða hervald, {dví að livort tveggja
eru spillandi aðiljar og hættulegir öllu lýðræði. Það er því
eitt af aðalatriðunum í því að tryggja lýðræðisþróun á ís-
landi að koma í veg fyrir þær tilraunir, sem undanfarin ár
liafa verið, og eru enn gerðar, til þess að leiða þessa vágesti
inn í þjóðfélag vort og festa þá í sessi. En höfuðskilyrði er
þó, að ekki takist því forríka auðmannavaldi, sem liér hefur
komið upp, að festa sig í sessi og koma á einræði sínu í at-
vinnulífi voru að hætti amerískra peningafursta.
í öðru lagi frelsið.
í sönnu lýðræði er frelsi einstaklingsins, — og það þýðir:
hinna mörgu einstaklinga — skilyrðið fyrir raunverulegu
frelsi heildarinnar. Það, að ala upp frjálsa og sjálfstæða ein-
staklinga einmitt í alþýðustéttunum, er skilyrði fyrir fram-
kvæmd lýðræðis. Hin ríka persónukennd, tilfinningin um
gildi mannsins, hve fátækur eða lítilsmegandi sem hann
kann að vera, er óvenjusterk með íslenzku þjóðinni, sakir
smæðar hennar og sakir þess uppeldis, sem saga hennar, ís-
lendingasögurnar og bókmenntir hennar, hafa veitt henni.
Og ef ekki tekst að spilla þessu sterka einstaklingseðli og
frelsisást í hringiðu lélegra kvikmynda og blaða og inni-
haldslauss flöktandi lífs, þá er í þessu eðli íslendingsins ör-
ugg undirstaða fyrir eins raunhæfa frelsisbaráttu fjöldans
og nokkur önnur þjóð á í sínu þjóðareðli.
Stephan G. Stephansson lýsir þessu eðli rétt x lok kvæðis-