Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 71
RÉTTUR
71
máttvana og aðframkomin í stríðslok, voru rangar, að óhjá-
kvæmilega nauðsynlegt var að viðurkenna fullkomlega jafn-
rétti Ráðstjórnarríkjanna sem heimsveldis eftir stríð og að
viðhalda yrði samstarfi þríveldanna sem grundvelli að lausn
vandamálanna eftir stríð. Þetta kom í ljós í skuldbindingun-
um, er gerðar voru í Moskvu, Teheran og Jalta, þess efnis,
að þríveldin „myndu vinna saman í stríðinu og eftir það,“
„viðhalda og styrkja á komandi friðartíma þá einingu stefnu-
miða og starfs, er gert hafði sigurinn mögulegan,“ og „tor-
tíma síðustu leifum nasisma og fasisma.“ Þessar skuldbind-
ingar og samþykktir þær um framkvæmdir, er þeim fylgdu
og gerðar voru í Moskvu, Jalta og Potsdam, mörkuðu skýrt
þá óhjákvæmilegu leið, er fara yrði til þess að tryggja frið-
inn og lýðræðið.
Skuldbindingar rofnar
Það er undandráttur og jafnvel svik Vesturveldanna varð-
andi þessar skuldbindingar, eftir að stríðshættan er liðin hjá,
sem er orsökin að yfirstandandi erfiðleikum. Samþykktirn-
ar, sem gerðar voru í Teheran og Jalta og undirritaðar há-
tíðlega af hálfu Bretlands, Bandaríkjanna og Ráðstjórnar-
ríkjanna, höfðu lagt grundvöll að samstarfi og forystu þrí-
veldanna eftir stríð sem ómissandi undirstöðu friðarins og
skilyrði fyrir því, að Stofnun sameinuðu þjóðanna næði til-
gangi sínum, þar sem að öðrum kosti myndi hefjast að nýju
valdastreita og árekstrar, tvíveldasamtök gegn liinu þriðja
og öryggisleysi jafnvægispólitíkurinnar. Þó hafna brezkar
stjórnaryfirlýsingar nú, og að nokkru leyti líka amerískar,
blygðunarlaust grundvelli þríveldasamstarfsins. Þannig lýsti
Noel Baker yfir því fyrir hönd stjórnar sinnar í neðri deild
brezka þingsins 20. febrúar s.l.:
„Stjórnin gat ekki fallizt á, að vér gætum komið á friði og
samstarfi milli vor og Rússlands með því að færa mikilvæg