Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 24
24
RÉTTUR
þjóðanna lönd annarra þjóða, er þeir gera að einokuðum
mörkuðum og hráefnalindum fyrir sig: nýlendum. Frjálsa
samkeppnin og smáiðnreksturinn var frá sjónarmiði hins
almenna borgara framkvæmdin á lýðræðishugsjón hans: á
frelsis- og jafnréttishugmyndunum á atvinnusviðinu í borg-
aralega þjóðfélaginu. Á nokkrum áratugum er nú þessi
frjálsa samkeppni eyðilögð, svo og smáiðnreksturinn að
mestu íeyti, — og þar með þorri smáborgarastéttarinnar,
stéttar smáatvinnurekenda, — en upp kemur fámennur pen-
ingaaðall, sem læsir í einokunarklóm sínum banka, sam-
göngutæki, námur, verksmiðjur — og þó framar öllu ríkis-
valdið sjálft: embættiskerfið og hervaidið. Vald {ressa pen-
ingaaðals 20. aldarinnar varð margfalt sterkara, bæði heima
fyrir og gagnvart öðrum þjóðum, en vald aðals og einvalds-
konunga á 17. og 18. öld varð nokkru sinni, — og í krafti
auðs síns og einokunar á áhrifa- og atvinnutækjum tókst
þessum peningaaðli um stund að halda völdum, þrátt fyrir
almennan kosningarétt í sumum löndum, en var þó alltaf
viðbúinn valdbeitingu, ef á þyrfti að halda.
Um tíma þótti þessum nýja aðli auðmagnsins rétt að sýna
verkamönnum nokkra tilhliðrunarsemi, einkum meðan
hann þurfti á friði að halda heirna fyrir sökum sóknar sinn-
ar í nýlendunum. Þessar tilslakanir í byrjun aldarinnar og
síðar gáfu tilefnið til þeirra hugmynda, að hægt væri að
tryggja friðsamlega, kreppulausa þróun til sósíalismans eða
jafnvel fullkomna hagsæld alþýðunni til lianda á grundvelli
auðvaldsskipulagsins og að verkalýðurinn þyrfti ekki að ein-
beita baráttu sinni fyrst og fremst á að ná ríkisvaldinu úr
höndum auðdrottnanna né gera ráð fyrir hörðum átökum
og valdbeitingu við framkvæmd lýðræðis síns og því síður
miða flokksskipulag sitt við slík harðvítug átök stéttanna,
ofsóknir auðvaldsins, bann o. s. frv. Um þetta meðal annars
varð liinn sögulegi ágreiningur milli sósíaldemókrata og
kommúnista upp úr aldamótunum, er leiddi til klofnings-
ins 1917-39.