Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 47
RÉTTUR
47
sneiddu hjá. Þegar á að verja jafn gífurlegum fjárupphæðum
og hér um ræðir til nýsköpunar og endurbygginga, verður
að vera trygging fyrir því, að því fé sé varið á skynsamlegan
hátt, en ekki til framkvæmda, sem verði gagnslausar og verð-
lausar eftir nokkur ár. Þannig felst mikil hætta í því, að láns-
fé til landbúnaðarins verði varið til bygginga á jörðum, sem
ekki er heppilegt að verði byggðar til frambúðar, til véla-
kaupa til staða, þar sem vélarnar eru lítið og illa notaðar
o. s. frv. Þetta er sérstaklega hættulegt, vegna þess live óhent-
uglega íslenzkri sveitabyggð er nú hagað. Við þessu var reynt
að setja nokkura tryggingu í lögunum, en sú trygging er þó
algerlega ófullnægjandi og undir framkvæmdunum kornið,
hvernig til tekst. Ennfremur getur svo farið, að treglega
muni ganga að selja skuldabréf þessara sjóða, enda þótt þau
séu með ríkisábyrgð, þar sem svipaðar ráðstafanir um fjár-
öflun til þeirra og til stofnlánadeildarinnar hafa ekki verið
gerðar, nema að nokkru leyti í frumvarpinu um Ræktunar-
sjóð, enda er hér að langmestu leyti um framkvæmdir að
ræða, sem að mestu krefjast innlends vinnuafls. Getur hér því
orðið um svipaða aðstöðu að ræða og hvað snertir fjáröflun
til byggingarframkvæmda í bæjuin og kauptúnum, sem nán-
ar verður vikið að síðar.
Bankarnir og byggingarstarfsemin
Það hlýtur ætíð að vera eitt aðalverkefni bankastarfsemi
að sjá byggingarframkvæmdum fyrir nægilegu lánsfé gegn
hæfilegum vöxtum. Þetta er sérstaklega þýðingarmikið vegna
þess, hve verulegur hluti húsaleigu vextirnir alltaf hljóta að
verða. Ef vextir bankanna til byggingalána eru háir, eða lán-
in mjög lítil, svo að fólk neyðist til að leita lánsfjár að veru-
legu leyti utan bankanna, þar sem vextir eru mjög háir, hef-
ur það mikil áhrif í þá átt að auka rekstrarkostnað húsanna
og þar með húsaleigu. Það hefur einmitt verið ætlun lög-
gjafans, að veðdeildin við Landsbanka íslands leysti þetta