Réttur


Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 61

Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 61
RÉTTUR 61 Frelsisstríö Þannig var síðari heimsstyrjöldin allt annað og meira en venjuleg rósta heimsvelda og gjörólík hinni fyrri, hún var allt frá upphafi frelsisstríð þjóðanna gegn fasismanum í bandalagi við Sovétríkin. Þetta höfuðeinkenni hinnar síðari styrjaldar var ljóst þegar frá byrjun, frá fyrsta skeiði hennar, frá stríði kínversku þjóðarinnar gegn fasismanum japanska, frá stríði Abbessýníumanna gegn fasismanum ítalska, og frá stríði lýðveldisins spánska með alþjóðahersveitina og Sovét- ríkin að bandamönnum gegn hinmn þýzka og ítalska fas- isma. Heimsvaldastyrjöld og andfasískur ófriður Enda þótt heimsvaldasinnar beittu öllum brögðum og allri orku sinni fengu þeir ekki eytt þessu andfasíska eðli stríðsins. Það reyndist ekki nóg að efla gengi Japans né stuðla að reisn fasismans þýzka og endurvígbúnaði hans, ekki stoðaði heldur ráðstefnan í Munchen, þar sem reynt var að koma á bandalagi hinna vestrænu heimsvelda og þýzka og ítalska fasismans gegn Sovétríkjunum — og heimsvalda- skeið styrjaldarinnar undir forustu Chamberlains og Dala- diers, þá er vopnunum var framar öllu snúið gegn Sovét- ríkjunum, en gerfistríð háð gegn Hitler, fékk ekki heldur breytt straumi sögunnar. Fyrir þjóðir Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuþjóða hafði stefna þessi hinar geigvæn- legustu afleiðingar. En þær raunir urðu til þess síðar að óhjákvæmilegt reyndist að mynda hið ensk-rússneska banda- lag sem Bretar höfðu áður hafnað, og að lokum að stofna heimsbandalag hinna sameinuðu þjóða, samtök þau er leiddu til hruns fasismans og ósigurs í styrjöldinni. Árangur sigursins, allt það sem ávannst í frelsisstríðinu gegn fasism- anurn þarf nú að varðveita og efla af öllum mætti, en eigi þola hið minnsta afturhvarf til hinnar örlagaríku og válegu stefnu er leiddi til heimsstríðsins síðara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.