Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 61

Réttur - 01.01.1946, Page 61
RÉTTUR 61 Frelsisstríö Þannig var síðari heimsstyrjöldin allt annað og meira en venjuleg rósta heimsvelda og gjörólík hinni fyrri, hún var allt frá upphafi frelsisstríð þjóðanna gegn fasismanum í bandalagi við Sovétríkin. Þetta höfuðeinkenni hinnar síðari styrjaldar var ljóst þegar frá byrjun, frá fyrsta skeiði hennar, frá stríði kínversku þjóðarinnar gegn fasismanum japanska, frá stríði Abbessýníumanna gegn fasismanum ítalska, og frá stríði lýðveldisins spánska með alþjóðahersveitina og Sovét- ríkin að bandamönnum gegn hinmn þýzka og ítalska fas- isma. Heimsvaldastyrjöld og andfasískur ófriður Enda þótt heimsvaldasinnar beittu öllum brögðum og allri orku sinni fengu þeir ekki eytt þessu andfasíska eðli stríðsins. Það reyndist ekki nóg að efla gengi Japans né stuðla að reisn fasismans þýzka og endurvígbúnaði hans, ekki stoðaði heldur ráðstefnan í Munchen, þar sem reynt var að koma á bandalagi hinna vestrænu heimsvelda og þýzka og ítalska fasismans gegn Sovétríkjunum — og heimsvalda- skeið styrjaldarinnar undir forustu Chamberlains og Dala- diers, þá er vopnunum var framar öllu snúið gegn Sovét- ríkjunum, en gerfistríð háð gegn Hitler, fékk ekki heldur breytt straumi sögunnar. Fyrir þjóðir Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuþjóða hafði stefna þessi hinar geigvæn- legustu afleiðingar. En þær raunir urðu til þess síðar að óhjákvæmilegt reyndist að mynda hið ensk-rússneska banda- lag sem Bretar höfðu áður hafnað, og að lokum að stofna heimsbandalag hinna sameinuðu þjóða, samtök þau er leiddu til hruns fasismans og ósigurs í styrjöldinni. Árangur sigursins, allt það sem ávannst í frelsisstríðinu gegn fasism- anurn þarf nú að varðveita og efla af öllum mætti, en eigi þola hið minnsta afturhvarf til hinnar örlagaríku og válegu stefnu er leiddi til heimsstríðsins síðara.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.