Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 3

Réttur - 01.01.1947, Page 3
RÉTTUR 3 eins eitt: að lækka kaup manna. Árin fyrir stríð var tekið að skerða mjög hina félagslegu löggjöf landsins í sparnaðarskyni. Næsta sporið var svo þvingunarlög til þess að hefta frelsi verkalýðssamtakanna í því augna- miði að lækka kaupið. Lögregla og óaldarflokkar voru efldir til höfuðs verkalýðssamtökunum. STEFNUH V ÖRFIN 1944 1944 verða svo alger stefnuhvörf, þegar Sósíalista- flokkurinn tók í fyrsta skipti þátt í stjórn landsins. Ég get verið stuttorður um þann árangur, sem náðst hefur á þeim tveim árum, sem sú stjórn fór með völd. Það er öllum landsmönnum í fersku minni. Fiskiskipafloti landsins var tvöfaldaður! Síldarverksmiðjur voru reist- ar, svo að afköst þeirra munu nú tvöfaldast, gerðar voru ráðstafanir til að fjórfalda flutningaskipaflotann, hraðfrystihús hafa verið reist, þ. á. m. nýtízku fisk- iðjuver í Reykjavík. I undirbúningi var bygging síldar- niðursuðuvsrksmiðju, lýsisherzluverksmiðju og tunnu- verksmiðja og fjöldi annarra fyrirtækja fyrir sjávar- útveginn. Sementsverksmiðja og áburðarverksmiðja voru einnig í undirbúningi. Gerð hafði verið áætlun um kaup á 25 nýjum togurum í viðbót, um stórvirkar raf- orkuframkvæmdir, hafnarmannvirki og framkvæmdir í landbúnaði. Samþykkt voru lög um hagkvæm lán fyr- ii sjávarútveginn. Skólakerfi landsins var gerbreytt og komið í fullkomnara horf. Fjöldi skólahúsa var í smíð- um eða í undirbúningi. Lög voru samþykkt um víðtæk- ar alþýðutryggingar. Fiskverðið var hækkað, svo að bæði árin 1945 og ’46 nam þessi hækkun 10 millj. í auknum tekjum til fiski- manna, og enn var fiskverðið stórhækkað á þessu ári með lögum um ríkisábyrgð fyrir bátaútveginn, sem samþykkt voru fyrir atbeina fyrrverandi atvinnumála-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.