Réttur


Réttur - 01.01.1947, Síða 4

Réttur - 01.01.1947, Síða 4
4. RÉTTUR ráðherra. Með þeim lögum var afkoma fiskimanna tryggð á þessari vertíð þrátt fyrir stjórnarskiptin. I tíð fráfarandi stjórnar var fiskverðið hækkað um 45%. Grunnkaup hækkaði mjög verulega í nær öllum at- vinnugreinum víðsvegar um land. Kaup opinberra starfs- manna stórhækkaði með nýjum launalögum. Með þátttöku sinni í ríkisstjórninni tókst Sósíalista- flokknum að koma í veg fyrir, að Bandaríkin fengju herstöðvar hér á landi fyrir flota og flugher til 99 ára, eins og farið var fram á. I öllum flokkum nema Sósíal- istaflokknum var almennur vilji að verða við þessum kröfum. Sósíalistaflokkurinn gerði það að fráfararatriði, að gengið yrði að þeim. Og það dugði. Hann hafði þjóð- ina nær óskipta að baki sér. Hinir flokkarnir hikuðu. Þessi árangur er svo mikilsverður, að ef hamingjan fylgir okkur, verður hans minnzt í fslandssögunni sem hins mesta heillaatburðar þessarar aldar. Nú hefur Bandaríkjunum að vísu verið afhent flugstöð, en ef þjóðin sýnir nægilegan einhug og festu í næstu kosn- ingum, eru þó möguleikar til að losna við hin amerísku yfirráð yfir íslenzku landi eftir 6 ár. En afturhaldinu blöskraði þessi þróun, allar mál- pípur þess æptu í kór, að nú væri nóg komið. Og í bili hefur því tekizt að stöðva framvinduna. Það er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir, h\>3rs vegna svo er komið, hvaða öfl hafa verið að verki, frá því að ný- sköpunarstefnan var tekin upp og allt til þessa dags að tekizt hefur að stöðva hana. EF SÓSlALISTAFLOKKURINN HEFÐI EKKI UNNIÐ KOSNINGASIGUR 1942 Upphaf hinnar miklu stefnubreytingar um stjórn landsins 1944 má rekja til ársins 1942, er Sósíalista- flokkurinn vann sinn glæsilega kosningasigur. Þá urðu

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.