Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 7

Réttur - 01.01.1947, Page 7
RÉTTUR 7 millj. af þeim 580 millj., sem Islendingar áttu erlendis 1944 voru lagðar á nýbyggingarreikning. I þriðja lagi skyldi afhenda Bandaríkjamönnum herstöðvar. Fyrir þ\'i va.r mjög almennur vilji í öllum flokkum, nema Sósíal- istaflokknum. Margir héldu, að aðstaða verkalýðsins yrði sterk í ríkisstjórninni sjálfri, þar sem verkalýðsflokkarnir áttu 4 ráðherra á móti 2 ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins. En reyndin varð önnur. Aldrei kom það fyrir í nokkru ágreiningsmáli, sem eirihverju skipti, að ráð- herrar Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins stæðu saman gegn ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Það brást ekki, að ríkisstjórnin skiptist þannig, að annars vegar voru sósíalistar, hins vegar Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksmenn. Þegar á reyndi átti alþýðan aðeins tvo ráð- herra í stjórninni gegn hinum fjórum. S\'ona var ástandið, þegar gengið var til kosninga sl. sumar. UM HVAÐ VAR KOSIÐ SL. SUMAK? Það voru 2 stórmál, sem kjósendur áttu að skera úr um með atkvæði sínu. Annað var það, hvort nýsköpunin ætti að halda áfram og hitt hvort veita skyldi nokkru erlendu stórveldi hernaðarréttindi hér á landi. Þess vegna lagði Sósíalistaflokkurinn þá fyrirspurn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn, hvort þeir vildu halda samstarfinu áfram að loknum kosningum á eftirfarandi grundvelli: I fyrsta lagi: halda nýsköpun- inni áfram og gera nýtt samkomulag um áframhaldandi framkvæmdir. I öðru lagi: engar herstöð\*ar verði veittar neinu erlendu 'herveldi. I þriðja lagi: gerðar verði ráð- stafanir til að vinna bug á dýrtíðinni.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.