Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 9

Réttur - 01.01.1947, Page 9
R É T T U R 9 stefnu gömlu þjóðstjórnarinnar, nema skipun Alþingis verði breytt, nema Sósíalistaflokkurinn komi mun sterk- ari út úr kosningunum. Ennfremur sagði ég í þessari sömu ræðu, orðrétt: „Það kemur áreiðanlega ný mála- leitun frá Bandaríkjunum eftir kosningar. Svarið við þeirri málaleitun veltur á þvl, hversu sterkur Sósíalista- flokkurinn kemur út úr kosningunum". Nú er allt þetta komið á daginn, nákvæmlega eins og við sögðum fyrir. Bandaríkjunum hefur verið afhent herstöð á íslandi fyrst um sinn til sex og hálfs árs. Stjórnarsamningur- inn frá 1944 er rofinn og ný stjórn tekin við, sem aftur- haldsöflin 1 landinu og andstæðingar nýsköpunarinnar standa að. Það er samstarf þjóðstjórnarflokkanna frá 1939. Ekkert af þessu vildi þjóðin. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda var andstæður herstöðvasamningnum. Yfir- gnæfandi meirihluti vildi, að nýsköpuninni yrði haldið áfram. Samt kaus þessi sami meirihluti þá menn, sem bera ábyrgðina á því, hvernig komið er. Aðvörunum Sósíalistaflokksins \*ar ekki sinnt, nema af alltof fáum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins trúðu fagurgala forystu- mannanna. Hinum taumlausu, samvizkulausu og sið- lausu blekkingum Alþýðuflokksins var trúað af alltof mörgum. Alvöruorð Sósíalistaflokksins, sem allir mega nú sjá, að voru sannleikur og ekkert nema sannleikur- inn, voru ekki tekin til greina. Þetta getur orðið dýr reynsla fyrir þjóðina, en hún er líka dýrmæt, — alltof dýrmæt, til þess að hún megi falla í gleymsku. STJÓRNARSAMVINNAN ROFIN — BANDARÍKJUNUM AFHENT HERSTÖÐ Þegar Keflavíkursamningurinn var gerður við Banda- ríkin í fullkomnu pukri, án þess fulltrúar Sósíalista-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.