Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 14

Réttur - 01.01.1947, Page 14
14 R É T T U R aldrei framkvæma þá stefnuskrá, sem hún setti sér. Til þess er reynslan af stjórnmálaferli þessa manns í alltof fersku minni. FERILL STEFANS JÓHANNS Skulu hér rifjuð upp aðeins fá atriði. Árið 1938 hafði fulltrúaráð varkalýðsfélaganna lista í kjöri við bæjar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík, sem bæði Alþýðu- flokkurinn og Kommúnistaflokkurinn studdu. Sameig- inleg stefnuskrá var samþykkt af miklum meirihluta í fulltrúaráði og var hún vitaskuld bindandi fyrir þá, sem tóku sæti á listanum. Stefán Jóhann var í efsta sæti. En tveim dögum fyrir kosningar gaf hann yfirlýsingu í Alþýðublaðinu og á f jölmennum kjósendafundi í Reykja- vík, að hann og félagar hans mundu í engu hlíta. sam- þykktum og stefnuskrá fulltrúaráðsins og hafa að engu í starfi sínu í bæjarstjórn samninga þá, sem flokkarnir höfðu gert með sér. Árið 1939 átti þessi maður, ásamt félögum sínum í þjóðstjórninni frægu, frumkvæðið að því, að gengislögin illræmdu væru sett, sem rændu verkalýðssamtökin samn- ingsrétti og verkfallsrétti og lækkuðu í einu vetfangi kaup allra launþega í landinu um allt að 20 af hundraði. I nóvember 1941, á sama tíma,.sem verkalýðssamtökin um land allt voru að undirbúa. hinar miklu kauphækk- anir, sem urðu á árinu 1942, lýsti hann því yfir fyrir hönd stjórnar Alþýðusambandsins, að engin „hætta“ væri á kauphækkunum. Þegar Alþýðusambandið var losað úr tengslum við Alþýðuflokkinn og endurreist sem sjálfstætt stéttarsam- band, sölsaði þessi maður undir sig og klíkufélaga sína að að 'heita má allar eignir verkalýðsfélaganna í Reykjavík fyrir sama. og ekki neitt. Verðmæti þessara eigna er nú margar milljónir króna. Núverandi forsætisráðherra ls-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.