Réttur


Réttur - 01.01.1947, Side 16

Réttur - 01.01.1947, Side 16
16 RÉTTU R að flugvallarsamningurinn við Bandaríkin hefðu að vísu skert sjálfstæði íslands, en við hefðum samt glaðir gert hann, vegna ótta við kröfur Rússa um hernaðarréttindi hér á landi. Með öðrum orðum: forsætisráðherra ls- lands staðfestir margendurtekin ummæli Bandaríkja- manna, um að herstöðvasamningurinn við Island sé liður í stríðsundirbúningi Bandaríkjanna gegn Sovétríkjun- um og að ísland taki þátt í slíkum undirbúningi vitandi vits. Og þetta fleipur lætur hann hafa eftir sér samtímis því, að viðskiptanefnd er í Moskvu við samningagerð, er varðar alla afkomu þjóðarinnar. Stefán Jóhann vill ekki viðurkenna, að rétt sé eftir honum haft í sænsku blöðunum. Samt neitar hann að bera ummælin til baka með opinberri yfirlýsingu. Enda má það kalla útilokað, að aðalatriðin í ummælum for- sætisráðherrans hafi farið milli mála, því þremur sænsk- um stórblöðum, sem átt hafa viðtal við hann, ber saman um það, sem máli skiptir. Eitt þessara blaða er blað flokksbræðra hans í Svíþjóð, og hefur ráðherrann ekki neitað því, að rétt væri eftir honum haft í því blaði. Enda eru þessi ummæli í fullu samræmi við margendurtekin ummæli ráðherrans hér á þingi, m. a. í umræðunum um herstöðvasamninginn. Flokksbræður hans hafa þó haft enn freklegri ummæli í þessum dúr, að maður nú ekki tali um flokksblað 'hans, Alþýðublaðið, sem margsinnis hefur beinlínis eggjað vesturveldin lögeggjan að fara í stríð við Sovétríkin, og ekki verið neitt að klípa utan af því, að aðstoð Islands í því stríði ætti að vera til reiðu. Islendingar eru áreiðanlega ekki búnir að bíta úr nál- inni með þenna forsætisráðherra sinn. STJÓRN STEFÁNS JÖHANNS OG STEFNA HENNAR Afturhaldið náði undirtökunum í öllum andstöðuflokk-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.