Réttur


Réttur - 01.01.1947, Síða 24

Réttur - 01.01.1947, Síða 24
24 RÉTTUR frekari stighækkandi skatta, n.eð öllu fráleitar. Gegn tillögum Sósíalistaflokksíns um þjóðnýtingu verzlunar- gróðans beita fulltrúar Alþýðuflokksins nákvæmlega sömu rökum og íhaldsmenn. Ef Alþýðuflokkurinn segði blátt áfram, að hann væri nú kominn á sömu skoðun og íhaldsmenn í þessum mái- um, sem svo mörgum öðrum, gæti maður skilið að hann fengi atkvæði ýmsra kjósenda með þjóðinni, sem hafa sömu afstöðu til málanna. Hitt er ekki trúlegt, að heiðar- legir og hugsandi menn, haldi áfram að veita slíkum trúð- um og fölsurum trúnað sinn. HVERT STEFNIR? Það er \’iðurkennt af ríkisstjórninni, stuðningsmönnum hennar og málgögnum, að þetta sé engin lausn á fjár- hagsmálunum og vandamálum dýrtíðarinnar. Á Alþingi og í blöðum endurtaka þeir dag eftir dag, að ekki sé neins góðs að vænta meðan kaup hækkar samkvæmt vísitölu. Fjármálaráðherra lýsti því yfir við umræðurnar um tolla- frumvarpið, að afnám gerðardómslaganna 1942 hefði ver- ið eitthvert hið mesta óheillaspor, sem stigið hefur verið. Það er hægt að skilja fyrr en skellur í tönnunum. Eini árangurinn, sem fæst með niðurgreiðslunum og tolla- hækkununum er að lækka vinnutekjur almennings allríf- lega. En þetta. þykir ekki nóg. Næst er að hefja beina árás á launin. Blað forsætisráðherrans, Alþýðublaðið, hefur þegar hótað, að svipta verkalýðsfélögin réttindum, ef þau rísa til vamar hagsmunum sínum. Ef svona heldur áfram, er ekki annað líklegra en að næsti áfanginn verði gengislækkun og samfara henni löggjöf um að kaupið skuli ekki hækka með hækkandi vísitölu. Með öðrum orðum ný gerðardómslög. Þá er hægt að hætta niður- greiðslunum eða draga úr þeim og vísitalan getur hækk- að allt upp í 400 stig án þess að launþegarnir fái það bætt.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.