Réttur - 01.01.1947, Page 53
PALME K. DUTT
Bretland og brezka heimsveldið
Á stríðsárunum lét Churchill svo um mælt í yfirlýs-
ingu, sem fræg er orðin, að hann ætlaði sér ekki að vera
forsætisráðherra Bretlands í þeim tilgangi að standa
fyrir uppgjöri brezka heimsveldisins. Orð hans gengu
eftir. Hann er ekki lengur forsætisráðherra Bretlands.
Af því leiðir þó ekki, að uppgjör brezlca heimsveldisins
sé þegar á veg komið. Hvorki lofsöngurinn né harma-
gráturinn yfir ímyndaðri brottgöngu þess er ennþá rétt-
lætanlegur. En bæði brezka þjóðin og þjóðir heimsveld-
isins gera sér æ skýrari grein fyrir því, að hin gamla
skipan hlýtur að hverfa og ný samskipti frjálsra þjóða
að koma í staðinn.
TVÆR RÁÐSTEFNUR
I þessum mánuði munu tvær ráðstefnur taka til með-
ferðar hin nýju vandamál Bretlands og viðhorf heims-
mála eftir stríð. Hin fyrri er þing Kommúnistaflokksins,
sem mun verða að taka til íhugunar öll hin margvíslegu
vandamál, sem risið hafa í innan- og utanríkismálum á
öðru stjórnarári Verkamannaflokksins. Hin síðari er
ráðstefna Kommúnistaflokka brezka heimsveldisins.
Slík ráðstefna er nýmæli. Þetta er í fyrsta sinn, að sam-
an koma til fundar kjörnir fulltrúar hinnar vaxandi
kommúnistahreyfingar í öllum löndum brezka heimsveld-