Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 54

Réttur - 01.01.1947, Page 54
54 RÉTT UR isins, frá samveldislöndunum, frá Indlandi, Ceylon og Birma, frá Malaja og Hong Kong, frá Kýprus og Mið- Austurlöndum, frá Afríku og f jarlægum afkimum munu fulltrúar geta komið saman á fund ásamt fulltrúum frá Bretlandi til þess að læra af reynslu hvers annars og ræða sameiginleg vandamál. Þessi fundur er merk nýj- ung í alþjóðamálum vorra daga. Áður hafa verið haldn- ar ráðstefnur Verkamannaflokkanna innan heimsveld- isins, en þær hafa aðallega sótt fulltrúar forréttinda- hópa hvítra verkamanna. Þetta er í fyrsta sinn, sem saman koma fulltrúar úr forustusveitum alls vinnandi fólks, hinna fimm hundruð milljóna, er heimsveldið byggja, án tillits til litar, kynþáttar eða þjóðernis og geta birt heiminum úr hjarta heimsveldisins, London, markmið og þarfir þjóða sinna, skoðanir þeirra á þeirri pólitík, sem nú er rekin, skýrt frá kröfum þeirra og bair- áttu. Það er heppilegt, að þessi víðtækari ráðstefna skuli taka við strax að afloknu þingi Kommúnistaflokksins, því að viðfangsefni beggja ráðstefnanna eru nátengd. Sósíalisminn hefur löngum kennt, að hagsmunir brezku þjóðarinnar og þjóða heimsveldisins færu saman í bar- áttunni fyrir sameiginlegri frelsun þeirra. Þá kenningu hafa atburðir nútímans staðfest með hinu margvísleg- asta móti. FKÁ HINU GAMLA TIL HINS NÝJA Að stríði loknu, með ósigri fasismans og vaxandi frels- ishreyfingum um heim allan, hafa skapazt nýjar aðstæð- ur bæði fyrir Bretland og þjóðir heimsveldisins. Nú er að brotna hinn gamli grundvöllur brezkrar stórveldis- stefnu, heimsyfirráða, nýlendueinokunar og skattlagn- ingar, sem haldið hafa í f jötrum f jórða hluta mannkyns- ins og ráðið pólitískri og félagslegri skipan Bretlands. Sá grundvöllur mun ekki halda lengur. Bæði í f jármála-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.