Réttur


Réttur - 01.01.1947, Síða 56

Réttur - 01.01.1947, Síða 56
56 RÉTTUR álit er sett fram, að eina leiðin til úrlausnar sé að flytja til Bretlands hálfa milljón erlendra verkamanna. Málið á að leysa með því að leyfa pólskum fasistum landvist í Bretlandi eða með því að halda eftir þýzkum stríðs- föngum. The Times segir í ritstjórnargrein 17. janúar: „Rökin fyrir því að flytja inn á næstu árum 500.000 valda verkamenn eru mjög sterk, og það er leitt, að hvorki ríkisstjórnin né verkalýðshreyfingin virðast hafa gefið því máli verulegan gaum.“ En hvar er vinnuafl Bretlands? Hver er meginástæð- an til vöntunarinnar? Allir kunna svarið við því. Síð- ustu skýrslur, frá nóvember, sýna, að 1.510.000 manns eru í hernum og 474.000 starfa að framleiðslu á vopn- um og öðrum útbúnaði handa hernum: samanlagt eru það tæpar tvær milljónir eða einn tíundi hluti af vinnu- afli landsins og tala hermanna meira en þrisvar sinnum hærri en hún var fyrir stríð: 480.000. En þegar spurt er um það, hvers vegna afvopnunin gangi svo hægt og hvers vegna sé þörf á slíkum feiknafjölda í hernum, bendir Attlee í svari sínu ekki aðeins á þarfir landvarn- anna eða skyldur í sambandi við Sameinuðu þjóðirnar, heldur á heimsveldiskvaðir í nálægum og fjarlægum Austurlöndum. Ef allt herlið væri flutt heim nema frá fyrrverandi óvinalöndum og afvopnun framkvæmd, ætti að vera hægt að leysa eina milljón manns úr herþjónustu. Hvernig er hægt að ræða hið alvarlega vandamál um vinnuaflið öðru vísi en í sambandi við spurninguna um heimsveldið ? ÖNGÞVEITIÐ I GJALDEYRISMÁLUM Eða tökum hið alvarlega öngþveiti í núverandi f jár- hagsástandi Bretlands — greiðsluhallann. Bretland get- ur ekki eins og sakir standa látið tekjur sínar hrökkva fyrir útgjöldum og verður að greiða mismuninn með

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.