Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 57

Réttur - 01.01.1947, Page 57
RÉTTUR 57 bandarísku og kandísku lánunum, sem með sama áfram- haldi og nú munu ganga til þurrðar innan skamms .Á- ætlaður greiðsluhalli ársins 1946 var £ 400 milljónir. En hver er meginorsökin til þessa gífurlega greiðsluhalla ? Fyrir stríð var þegar greiðsluhalli á viðskiptareikningi Bretlands, sem nam að meðaltali £ 50 milljónum. Þetta táknaði þá þegar hrörnun á f járhagsgrundvelli heims- veldisins og þörfina á róttækri umskipulagningu á þjóð- arbúskap Bretlands. Áætlanir fyrir 1946 benda til, að jafnaðarreikningurinn myndi, að frádregnum sérstökum útgjöldum ríkisstjórnarinnar og þrátt fyrir minnkandi tekjur af eignum erlendis, sýna um það bil £ 50 milljóna halla (umframinnflutningur kringum £ 330 milljónir móti áætluðum tekjum af eignum erlendis, siglingum o. fl. um það bil £ 280 milljónir). En þessi halli hefur bólgn- að upp í £ 400 milljónir vegna £ 350 milljóna útgjalda stjórnarinnar erlendis, en af þeim eru £ 300 milljónir hernaðarleg útgjöld (Skýrsla Daltons í febrúar 1946). Eins og sakir standa er þessi halli greiddur með banda- rísku og kanadísku lánunum, en af þeim hefur £ 250 millj. ónum verið eytt á síðustu sex mánuðunum. Með sama áframhaldi munu lánin verða gengin til þurrðar í árs- lok 1948. Og hvað þá? Með núverandi pólitík eru aðeins tveir kostir fyrir hendi. Annaðhvort að gera ennþá ör- væntingarfyllra átak til að auka útflutninginn á kostnað þarfanna heima fyrir og samfara stöðvun kjarabóta eða jafnvel lækkun á launum verkamanna. Við þessum út- flutningi ætti að taka kaupgetulítill heimsmarkaður á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa byrjað harðvítuga útflutningssókn til að mæta þeim fjárhagsörðugleikum, sem búizt er við þar í landi 1948. Eða leita aftur á náðir bandarískra lánveitenda til að betla um ný lán, sem veitt yrðu með enn harðari þvingunarskilyrðum. Er ekki tími til kominn að ráðast að rótum þessa vandamáls — greiðsluhallans, sem orsakast af stórveldastefnunni í ut-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.