Réttur


Réttur - 01.01.1947, Síða 68

Réttur - 01.01.1947, Síða 68
68 RÉTTU K öllum er haldið áfram fjárhagslegri og hernaðarlegri drottnun heimsveldisstefnunnar í skjóli stjórnskipana, þar sem völdin eru tryggð mestu afturhaldsöflunum, þeim sem f jandsamlegust eru alþýðunni og f jarst því að vera fulltrúar þjóða sinna. Það er því engan veginn nóg að klappa hugtakinu ,,sjálfstæði“ lof í lófa. Það er nauðsyn- legt að rannsaka þann veruleik, sem bak við hugtakið felst. FRÁ EGYPTALANDI TIL BIRMA Egyptaland er búið að vera „sjálfstætt“, „fullvalda" ríki í 25 ár. Þó hefur enn ekki náðst samkomulag um skil- málana fyrir heimflutningi hins brezka herliðs. Samn- ingsviðræður, jafnvel við hina afturhaldssömu hirðkiíku, sem við völd situr og engan veginn er fulltrúi þjóðarinn- ar, eru nú strandaðar einmitt vegna þess, að það skil- yrði hefur verið sett fyrir brottflutningi hersins, að gengið yrði að samningi, sem í reynd fæli í sér hernaðar- leg yfirráð og stjórn í Súdan. Stjórnarskráruppkastið fyrir Indland — sem yfirleitt er fordæmt af öllum stjórn- málasamtökum í Indlandi — er lævíslega miðað við að skapa bandalag við forréttindastéttirnar, furstana, aðals- mennina í forystu Múhameðsbandalagsins og stóriðju- höldana, sem mestu ráða í þjóðþingsflokknum, gegn ind- verskri alþýðu. Uppkastið gerir ráð fyrir flókinni stjórn- skipan, sem myndi leiða af sér sífellt ósamkomulag og árekstra, er tryggja myndu í reynd framhald brezkrar stjórnar. Desemberráðstefnan í London með indversku leiðtogunum leiddi í ljós, hversu „stjórnlagaþingið“ er háð brezkri yfirdrottnun, alveg eins og umræðurnar í parlamentinu sönnuðu með orðum ráðherranna, að til- lögurnar víkja í engu frá þeirri stefnu, sem Indlandsráð- herra íhaldsins, Amery, hafði þegar markað. Það er táknrænt, að sama daginn, sem lögreglan gerði atlögu að

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.