Réttur


Réttur - 01.01.1947, Side 71

Réttur - 01.01.1947, Side 71
RÉTTUR 71 HVAÐ HEIMSVELDIÐ KOSTAR Brátt kemur að því, að brýna nauðsyn ber til þess, að brezka verkalýðshreyfingin taki til nýrrar yfirvegunar þá pólitík, sem nú er rekin að því er heimsveldið snertir. Hefur alþýðan í þessu landi hag af því að eyða auðlindum sínum og vinnuafli í það að kúga önnur lönd? Eitt sinn voru þeir tímar, er spámenn heimsveldisins boðuðu, að það myndi færa ríkulegan arð, ekki aðeins hluthöfum og embættismönnum í nýlendunum, heldur og \*arkamönn- um hins ráðandi lands, er myndu búa við ólíkt betri efna- hag og heilsuvernd en hinar bláfátæku og pestum slegnu nýlenduþjóðir. Þegar á árunum fyrir stríð hefðu Lanca- shire og „dauðu“ héruðin getað gert sínar athugasemdir við þessa kenningu. Nú er skórinn kominn yfir á hinn fótinn eða réttara- sagt, hann er farinn að kreppa fótinn, sem í honum er. Nú þegar herinn er þrisvar sinnum f jöl- mennari en fyrir stríð og étur upp einn tíunda af þjóðar- tekjunum, þegar yfirráðin yfir höfunum eru töpuð og þegar landið er orðið fátækt og skuldum vafið, eru hinar æ örvæntingarfyllri tilraunir til að viðhalda yfirdrottnun heimsveldisins og skuldbindingum í öllum álfum heims farnar að eyðileggja uppbyggingarstarfið, sóa vinnuafl- inu og auðlindunum og leiða þá hættu yfir Bretland, að það verði pólitísk og fjármálaleg hjálenda Bandaríkj- anna. Það er tími til kominn að breyta um stefnu og fara aðra leið. SÓSÍALISMI OG HEIMSVELDI Það er komið að því, að taka verður örlagaríkar á- kvarðanir. Bretland verður að segja skilið við heimsveld- isstefnuna eða líða undir lok að öðrum kosti. Það að binda endi á drottnun yfir öðrum löndum og hernaðarlega ihlut- un er ekki aðeins nauðsynlegt út frá sjónarmiði lýðræðis-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.