Réttur - 01.01.1947, Page 72
72
RÉTTUR
ins í heiminum og frelsisbaráttu nýlenduþjóðanna. Það er
jafnmikil lífsnausyn frá sjónarmiði brezku þjóðarinnar
sjálfrar, ef hún á að vera frjáls og leysa vandamálin
heima fyrir og sækja fram til sósíalisma. Sósíalismi og
heimsveldi eru ósættanlegar mótsetningar. Ef vér kjós-
um heimsveldið, höfnum vár sósíalismanum. Og meira
en það. Ef haldið veiður áfram á sömu braut og
nú allt til leiðarenda, myndum vér ekki aðeins hafna
sósíalismanum. Vér myndum undirskrifa fjárhags-
legt, pólitískt og hernaðarlegt gjaldþrot vort. Það er
tími til kominn að velja hina leiðina. Á þeirri braut
mun brezk alþýða leysa sjálfa sig, um leið og liún
losar hlekkina af nýlenduþjóðunum innan heimsveld-
isins. Þetta er ekki lengur vizka, sem orðið getur
að veruleika í fjarlægri framtíð. Þetta er orðin aðkall-
andi pólitík nútímans. Það verður að kalla herliðið heim.
Vér verðum að nota auðlindir vorar til uppbyggingarinn-
ar heima fyrir. Látum oss binda endi á taprekstur hins
úrelta, glæpsamlega og gjaldþrota fyrirkomulags heims-
veldisins og byggja í staðinn nýtt Bretland, sem verði
frjáls og jafnrétthár meðili í heimi frjálsra þjóða.