Réttur


Réttur - 01.06.1947, Blaðsíða 4

Réttur - 01.06.1947, Blaðsíða 4
76 R É TT U R ungar gátu engin bönd lagt á. Og eftir 1848 buðu gull- námur Kaliforníu og aðrar enn dýrmætari gullnámur: ónumin frjósöm jörð allrar Norður-Ameríku hinum kúguðu einstaklingum Evrópuþjóða svigrúm og frelsi, sem þéttbýl, þaulnumin, f jötruð Evrópa ekki átti. Meðal þessa fátæka og þrælkaða fólks, sem þá flúði vestur, voru ýmsir dugmestu menn alþýðustéttanna í Evrópu. Fjölmargir leiðtogar byltinganna 1848 og út- lægir forustumenn verkalýðssamtaka Evrópu leituðu þar athvarfs. Sjálft fyrsta alþjóðasamband sósíalism- ans var flutt til New York eftir að alþýðuuppreisnin í París var barin niður 1871 og því var síðan beinlínis breytt í fyrsta sósíalistiskan verkamannaflokk Ame- ríku! Það var engin tilviljun að byltingarfélagar Marx og Engels úr frelsisbaráttunni í Evrópu eins og Weyde- meyer og Willich urðu hershöfðingjar Abrahams Lincolns í frelsisstríðinu 1861—’64, eða hitt að Marx og Engels áttu aðgang að amerískum blöðum, eins og New York Tribune, þegar flest önnur stórblöð voru lokuð þeim. Það sem raunverulega skapar frelsið í Ameríku á síðari hluta 19. aldarinnar, er hið ónumda land. Iðnað- arborgirnar á austurströndinni mörkuðust fljótlega af auðvaldskúguninni. Og eftir 1865 reirðust fjötrar iðju- höldanna æ fastar að þeim verkamönnum, sem vegna ómegðar eða annars gátu ekki flúið þrældóm stóriðj- unnar. En auðmenn þeir, sem eignuðust hin stórvirku, nýtísku iðjufyrirtæki Ameríku, áttu óhægra um að kúga, a .m. k. yngri og duglegri verkamennina á sama hátt og afturhald Evrópu gerði, meðan hver verkamað- ur gat tekið pjönkur sínar og haldið burt úr kolanám- um Pennsylvaníu vestur á bóginn og gerst sjálfstæð- ur bóndi á eigin jörð, sem hann fékk ókeypis hvar sem hann vildi vestur frá. Það var að vísu ekki heiglum hent að ryðja landið, en það var hægt. Vegna þessa straums vestur á bóginn frá stóriðjunni hækkaði kaupið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.