Réttur


Réttur - 01.06.1947, Blaðsíða 75

Réttur - 01.06.1947, Blaðsíða 75
R É T T U R 147 alþýðustéttirnar hafa því mætzt á miðri leið í tortryggni sinni gagnvart hverskonar listnýjungum, þótt af mis- munandi orsökum sé. Hefur svo hvað gripið inn í ann- að og myndað þann múr yfirdrepsskapar, þekkingar- leysis og afturhalds, sem list allra tíða hefur átt í höggi við. Vilji listamaðurinn af alvöru ná sambandi við alþýð- una, verður hann að skipa sér í brjóstfylkingu barátt- unnar fyrir hagrænu frelsi hennar. Ofurþreytt erfiðis- fólk, atvinnuleysingjar, yfirhöfuð öreigar, hafa engar forsendur til að leita sér fróunar í fegurð listar. Þeir reyna þess í stað að sofa úr sér þreytuna, leita sér handartaks eða skýlis eða þá drekkja örlögum sínum í bjór og brennivíni. Enginn kann að meta ný andleg verðmæti, nema hann sé sjálfur að leita þeirra og eigi þá undirstöðu þekkingar, sem þarf til þess að geta not- ið þeirra. En grundvallarskilyrðið fyrir þeim möguleika er fullnægjandi og óháður efnahagur. Krafan um jöfn- un og samhæfingu auðsins er ekkert annað en krafan um jöfnun og samhæfingu menningarinnar (kultur). Listamaðurinn á því um aðeins tvennt að velja: ann- aðhvort að einangra sig frá lífi fólksins með því að láta undan ófrjóum formdýrkunarkröfum forréttindastétt- anna og stuðla þar með að hruni menningarinnar — eða gera baráttu fólksins að sinni eigin baráttu, list sína að líkn þess og vopni í senn, og vinna þannig að sigri sam- virkrar og altækrar menningar. Velji hann síðari kost- inn — þann, er siðuðum, skapandi listamanni sæmir — hefur hann þrenns að gæta á núverandi skeiði stétta- baráttunnar: I fyrsta lagi að forðast í list sinni allt það, er orðið getur forréttindastéttunum til framdráttar í áróðri þeirra fyrir menningarlegri einangrun og afturhaldi. 1 öðru lagi að opna augu alþýðunnar fyrir fegurð og mikilleik jarðlífsins, vekja hana til meðvitundar um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.