Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 3

Réttur - 01.08.1950, Side 3
RÉTTUR 163 Þorsteinn Erlíngsson: TIL MINNINGAR UM AFTÖKU þeirra Jóns biskups Arasonar og sona hans í Skálholti 7. nóvember 1550 [Kvæði þetta var ort fyrir samsæti það, er haldið var til minn- ingar um Jón Arason og sonu hans, en það fann ekki náð fyrir augliti forstöðunefndarinriar, er í voru biskup og landritari, og var vísað heim]. Loftið eins og gröfin girti grýttan móa, sveitir lands. Eingin fjandmanns ögrun styrkti, ekkert vinartillit manns. Það var hægra um hönd að beygja höfuð sitt en missa það. En þeir geingu út að deyja allir þrír af Skálholtsstað. Þótt á lotnum liðum væri Lúters þrælum sigur vís: hann gat reynt hvor hærra bæri höfuð sitt í Paradís. Og þótt brái blóð á grönum, betra er það en flýja vörð, eða að sníkja út úr Dönum óðul sín og móðurjörð. ★ ★ ★

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.