Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 4

Réttur - 01.08.1950, Síða 4
164 RÉTTUR Rísið örugt, austurglæður, yfir mó og nái þrjá. Hjer er einskis örvænt, bræður, — íslensk móðir fæddi þá. Þó má allar vættir villa, vilji Jóns og Ara þjóð hæða, níða, hata og — fylla hópinn þann, sem kringum stóð. Fá ei synir svona góðir, svefn í ró hjá hverri þjóð? Fjekstu lítið legkaup, móðir, lífin þeirra og hjartablóð? Er ekki orðið litlu að lúka: lofstír vorum úti um heim, bresti dirfsku og dug að strjúka danskan saur af nöfnum þeim? Merki vort að verki og óði var þjer feingið, móðurgrund, þvegið hreint í þeirra blóði þessa köldu morgunstund. Mundu úr hverjum hrammi að slíta, hvern sem þetta merki ber, annars brestur eyjan hvíta, Islands son, úr hendi þér. 1910.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.