Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 9

Réttur - 01.08.1950, Side 9
RÉTTUR 169 i rrSynir lýðsinsrr [Neistar úr „Árbókum Espolíns* o. fl. um ofsóknir danskra og ís- lenzkra höfðingja gegn þeim, er hefndu Jóns Arasonar og sona hans. Eggert, son Hannesar hyrdstjóra Eggertssonar var umboðs- maðnr Páls Hvítfelds, þvt hann hafði konungsbréf fyrir að taka hann til umboðsmanns, og hann útvegaði Torfa bréf það, er get- ið var; gengu þeir báðir jafnharðlega eptir boði konungs, og lét Eggert dœma þá alla friðlausa óbótamenn, rétt tœka og dræpa, er við v'tg Christjáns voru riðnir, hvar sem þeir nœðust; flúðu þá margir t önnur lönd og komust 16 til Englands, hefir mælt ver- ið að Christján konungur hafi ritað Englakonungi, Játvarði hinum sjötta með því nafni, og beðið hann láta taka þá, og færa til Danmarkar, en Englakonungur hafi þvi svarað að hann mætti ei svo gjöra þeim mónnum er komnir væru á stnar náðir, mætti Danakonungur komast yfir þá með hverjum hætti sem honum yrði auðið; einn var gripinn og böggvinn s'tðann, sá hét Björn; ei er þess getið að fleiri væri liflátnir. Guðmundar tveir urðu teknir, var annar Andrésson, en annar Magnússon, voru þeir látnir i baðstofuna á Bessastöðum og geymdir þar; enn qvöldið áður enn átti að höggva þá, kom þar inn böðullinn, og brýndi exi sina, vissu þeir þá hvað ætlað var; þeir fengu losað sig af fjötrunum um nóttina, og grófu sig síðan út um ónshúsið, og komust við það á braut, var þeirra leitað um morguninn bæði með mönnum og sporhundum, fól sig annar undir árbakka, enn annar fór í torfgröf djúpa, og var jafnan i kafi, þá hundurinnk stökk framm á backann og gó, enn hafði þess á milli nasirnar uppi, og urðu þeir ecki fundnir, við það komust þeir norður báð- ir; enn hvar sem þeir fóru um Borgarfiörð, var matur settur framm, en þeim þó bannað að eta, og neyttu þeir eigi að síður. (Árbækur Espolíns IV. CLIV. Cap.)

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.