Réttur


Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 22

Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 22
182 RÉTTUR mönnum forráð þriggja klaustra þar af fjórum, og með- fram til mótvægis því var það, sem sr. Björn Jónsson tók forráð Þingeyra 1549, eins og getið var. Jón biskup framkvæmdi biskupsstörf um allt land, meðan Marteinn var erlendis, nema Skálholtsstað vörðu þeir hon- um með liðssafnáði Gleraugna-Pétur, bróðir Marteins, og Daði mágur hans í Snóksdal. Fyrir það sneri biskup sér að Daða til að fella hann með sökum, er á honum lágu fyrir margföld hjúskaparbrot. Þó að kirkjulög væru mannúðlegri í þeim tilfellum en Stóridómur varð síðar á öldinni og Skál- 'holtsbiskupar hefðu séð gegnum fingur við Daða, sem var þeim þarfur, einn af auðugustu mönnum lands og harðfylg- inn, 'hafði Jón biskup nægar lögsakir til að svipta hann eign- um. Þegar fullséð var, að Daði ætlaði ekki að beygja sig nema þá að yfirvarpi og um stund, meðan Marteinn væri að ná völdunum, bannfærði Jón Daða og ætlaði honum jafn- mikinn ósigur og fengið höfðu Jón lögmaður Sigmundsson eða Teitur ríki fyrir biskupsvaldinu. í október 1549 sendi nú Jón sonu sína, Björn og Ara, og lét þá handtaka Áma prest í Hítardal og Martein biskup nýkominn frá vígslu, kallaði slíka trúvillumenn vera í páfabanni. Með því hófst ótti og árlangt hemaðarástand í landinu, því að þetta hlaut að verða upphaf meiri tíðinda. Hafi hrakför lúterskra fursta í Þýzkalandi 1547 orðið til að eggja Jón biskup, eins og tilskrif hans til keisarans og fleira þykir sýna, gátu Englandsfréttir sumarsins 1549 brýnt hann til uppreisnar og styrkt hann í trú á hernaðar- mátt norðlenzkra bænda, ef með þyrfti. England logaði í uppreisnum bænda. Þeir tóku t. d. Norwich herskildi og átu þar í grennd 20 þúsund sauðf jár fyrir aðalsmönnum, bám fram róttækar kröfur um alþýðuréttindi, en vildu halda kaþólskum siðum sem mest, Meira bar á trúmálunum í uppreisnum Oxfordskíris og einkum á Cornwall-skaga þetta sumar. Tímans tákn, sem raunar minnti á danska alþýðu- mótspymu gegn Kristjáni III. 1536, var hin ofsafengna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.