Réttur - 01.08.1950, Page 29
RÉTTUR
189
hversu mikið þurfi að „skera niður“ íbúatölu heimsins. Þeir kom-
ast að þeirri niðurstöðu að mesti mannfjöldi sem hnöttur vor geti
framfleytt með góðu móti sé 900 milljónir manna. Öðrum höfund-
um finnst þessi tala of há og áætla í staðinn 750 milljónir, eða
jafnvel aðeins 500 millj. En allir eru þessir „vinir mannkynsins"
sammála um einn hlut, nefnilega þann að í heiminum séu í dag
„of margir munnar“ og offjölgun fólksins nemi a. m. k. 1000
milljónum. — ,
Á matvælaráðstefnu, sem haldin var í London í marz síðastliðn-
um, lýsti brezki líffræðingurinn Julian Huxley þeirri skoðun sinni
að mörg lönd þyrftu að gera ráðstafanir til að fækka íbúatölu hjá
sér. Og hann lagði áherzlu á að þetta væri viðfangsefni sem þýddi
enga bið, því íbúatala jarðarinnar ykist um tvo menn á sekúndu
hverri.
Við í Sovétríkjunum fögnum vaxandi viðkomu og lækkandi
dánartölu. í okkar landi eru margra barna mæður hafðar í mikl-
um heiðri og njóta sérstakrar virðingar, stjórnin veitir þeim
heiðursmerki. í auðvaldslöndunum eru sumir menn að biðja um
áætlun til að „skera niður“ íbúatölu heimsins, eins og þeir
orða það.
Þeir Pearson og Harper harma það „að skipuleggjendur alþjóða-
mála hafa ekki einu sinni komið fram með drög að slíkri áætlun
ennþá. Stríð, drepsóttir og hungursneyð eru aðferðir til að ná
þessu marki, en þó er allt gert, sem hægt er til að minnka eða
hindra verkanir þeirra. Því aðeins er hægt að gera ráð fyrir
öryggi gegn styrjöldum og skorti að fundnar verði aðrar fullnægj-
andi og viðunandi aðferðir til að „skera niður“ íbúatöluna.“
Svarið við spurningunni er að finna í bók eftir annan Amerík-
ana, William Vogt að nafni. „Vegurinn til undankomu“ heitir
bók hans. Einn kaflinn í þessari bók ber fyrirsögnina „Læknarnir
eru hættulegir". Þar gefur að lesa eftirfarandi:
„Læknastétt nútímans byggir siðfræði sína enn í dag á vafa-
sömum ummælum fáfróðs manns sem uppi var fyrir meir en 2000
árum. Á skoðunum þessa manns, sem á mælikvarða nútímamanna
hlýtur að teljast mjög fávís, byggist það að læknarnir telja skyldu