Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 44
204
RÉTTUR
lendi jarðarinnar í viðjum. Hið eilífa frost mundi ekki framar vera
eilíft. En jafnvel þessi innri jarðhiti eru smámunir samanborið
við hið ægilega orkumagn, sem falið er í kjörnum frumeindanna,
sem jörðin er gerð af.
Kjarnorkan verður að þjóna friðsamlegum markmiðum.
Þegar 1 gramm af úraníum—235 klofnar myndast eins mikil
orka og fæst með því að brenna 3 tonnum af kolum. Eftir því
sem prófessor Joliot-Curie segir okkur mundi eitt vagnhlass af
kjarnorku eldsneyti gefa tvisvar sinnum meiri orku en allar
aflstöðvar Frakklands framleiða á einu ári.
Mikla tæknilega örðugleika verður að yfirvinna áður en hægt
er að reka flugvéla- og bílahreyfla með kjarnorku. Eins og mál-
um er komið nú mundi þurfa tugi tonna af járnbentri steinsteypu
í hlífðarveggi til að vernda ökumanninn eða flugmanninn fyrir
áhrifum skaðlegra geisla og geislavirkra agna. Hinsvegar mætti nú
þegar eða í náinni framtíð byggja á ýmsum stöðum á jörðinni
stórkostleg raforkuver sem gengju fyrir kjarnorkueldsneyti
Orkustöðvar af þessu tagi kæmu í góðar þarfir á stöðum þar sem
ekki eru kol né vatnsafl.
Kjarnorkan mun verða til mikillar hjálpar við iðnvirkjun
„auðu blettanna" á iðnaðarkortinu. Þessir „blettir" eru hinar hrjóst
ugu víðáttur, sem enn eru strjálbýlar og án járnbrauta. En það er
náttúrlega auðveldara að flytja tonn af úraníum með flugvél
heldur en að byggja járnbraut til að flytja milljónir tonna af
kolum.
Þegar tímar líða fram og fundist hafa aðferðir til að vernda
menn fyrir hinum skaðlegu geislum, sem fylgja klofnun atóm-
anna, mun kjarnorkuvélin koma fram og fyrst verða notuð í
stórum skipum, síðan í eimreiðum, flugvélum og bifreiðum.
Og hinn langþráði dagur mun einnig koma, þegar fyrsta kjarn-
orkuknúna eldflaugarvélin leggur af stað' í flug til annars hnatt-
ar. —
í U.S.S.R. er kjarnorkan þegar orðin voldugt tæki til að breyta