Réttur


Réttur - 01.08.1950, Page 50

Réttur - 01.08.1950, Page 50
210 RÉTTUR \ .... mun hafa þau áhrif að auka vald stóriðnaðarfyrirtækja .... Ég held við ættum að íhuga hvort ekki er rétt að slá á frest öllum hreinum vísindum og allri frekari eflingu náttúruvísinda þangað til þjóðfélagsvísindin geta sagt okkur hvað við eigum til bragðs að taka.“ Það er þá hugmyndin að stöðva alla þróun náttúruvísinda af því framfarirnar séu of hraðar. Brezki eðlisfræðingurinn prófessor Blackett segir frá því að tveir bandarískir verkfræðingar hafi stungið upp á því að gert væri alþjóðlegt samkomulag um að koma með öllu í veg fyrir notkun kjarnorku til iðnaðar í að minnsta kosti einn mannsaldur. Þessir tveir menn eru ekki þeir einu sem langar til að hindra framfarir vísinda og tækni. í marz síðastliðnum birtist grein í New York Times Magazine eftir Bertrand Russel, hinn brezka „heimspeking" undir fyrirsögninni „Vísindin um að bjarga okkur frá vísindunum." Þetta virðast næsta fáranleg skrif í augum sovétbúa, sem fagna hverri nýrri vísindauppgötvun og uppfinningu, fagna hverju nýju afreki vísindamanna lands síns. En heimsvaldastefnan snýr öllum hlutum öfugt. Blessun verður bölvun, og miklar vísindauppgötv- anir vekja felmtur og löngun til að múlbinda vísindin. Við gætum skýrt herra Ogburn frá því að þjóðfélagsvísindin hafa þegar sagt okkur hvernig þjóðskipulagið þarf að vera til þess að vísindin verði mannkyninu til blessunar en ekki bölvunar. Við gætum sagt honum frá því að í sósíalistisku þjóðfélagi er vísind- unum beitt til að umskapa náttúruna og virkja öfl hennar til starfa í þágu almennings. Eg hef í þessari ritgerð leitast við að sýna í einföldum og fáum dráttum hver gæði vísindin munu færa mannkyninu þegar eilífur friður er kominn á, þegar ekki verða háðar styrjaldir, þegar heims- valdastefnan, uppspretta styrjaldanna, kreppunnar og atvinnu- leysisins er ekki framar til. Hinn mikli rússneski vísindamaður og uppfinningamaður K. E. Tsjolkofskí ritaði á sínum tíma í bók sinni: „Framtíð jarðarinnar og alheimsins" að jörðin væri eyðimörk, og að það þyrfti að „koma lagi á jörðina“.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.