Réttur - 01.08.1950, Page 51
RÉTTUR
211
Hann dreymdi um að gera jörðina að þeim frjósama garði, sem
hún vissulega getur orðið. Og í samanburði við þá framtíðarsýn
fannst honum hún vera eins og eyðimörk. Spásögn hans var að
þá fyrst yrði friður og regla á jörðinni þegar maðurinn vseri orð-
inn herra jarðvegsins, hafsins, loftsins, veðráttunnar, jurtanna og
sjálfs sín.
Stórkostleg eru þau verkefni, sem mannsins bíða þegar hann
hefur tekið sitt verðuga sæti sem herra jarðarinnar og sjálfs sín.
Fremst þessara verkefna mun verða baráttan við sjúkdómana.
Þær tvö þúsund milljónir dollara, sem fyrsta kjarnorkusprengjan
kostaði hefðu nægt til að byggja og búa fullkomnum tækjum
þúsund rannsóknarstofnanir til baráttu gegn berklunum, krabba-
meininu og öðrum þeim skæðu sjúkdómum, sem ár hvert kosta
þúsundir mannslífa.
En eitt þúsund rannsóknarstofnanir eru ekki nema smámunir,
hégóminn einber, samanborið við þann mikla ávinning, sem heim-
inum væri að því að öll barátta mannanna með vísindin að vopni
væri helguð friðsömu uppbyggingarstarfi.
Baráttan gegn dauðanum mun verða mesta stríðið sem mann-
kynið heyr þegar ekki er lengur stríð milli manna. Árangurinn
mun verða sá að mennirnir lengja líf sitt að mun hér á þessari
plánetu sem þeir munu umbreyta og fullkomna svo mannlífið
verði auðugt að fegurð og gleði.
Og þegar maður hugleiðir allt þetta hlýtur maður að skynja
tvöfalt skýrar en áður hversu kaldranalegt og andstyggilegt er
starf þeirra manna, sem þegar eru farnir að reikna út væntanlegan
gróða af atómstyrjöld.
Sumir skáldsagnahöfundar á vesturlöndum eru byrjaðir að draga
upp mynd af þeirri martröð sem slík styrjöld mundi vera. Aðal-
drættirnir í þeirri mynd sem þeir vilja sýna okkur er þannig:
Jarðvegurinn hefur misst frjómagn sitt, vatnsbölin menguð sýkl-
um, andrúmsloftið eitrað, málmgrýtislögin í jörðinni óvinnanleg
um langan aldur vegna geislaverkunar, brunnir skógar og sviðnir
akrar, hrundar borgir og fólk, sem dregur fram lífið eins og