Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 54

Réttur - 01.08.1950, Síða 54
214 RÉTTUR Arnarson og Egil Skallagrímsson eða fara í mannjöfnuð milli Jóns Arasonar og Guðbrands Þorlákssonar á trúfræði- legum grundvelli. Þegar við dáumst að afrekum þessara manna, höfum við enga hliðsjón af trúarbrögðunum. Sið- skiptin eru stórfelld tímamót, ekki einungis í íslenzkri sögu, heldur í sögu Vestur-Evrópu í heild. Þess vegna er okkur nauðsynleg nokkur þekking á orsökum og afleiðingum siðskiptanna, en ég mun ekki sökkva mér niður í trúfræði þeirra. Þá hlið ræða aðrir menn. Fyrri hluti 16. aldar er venjulega kenndur við siðbót eða siðskipti. Þá er sem allt leiki á reiðiskjálfi. Byltingar og stórveldastríð geisa á blóðvöllum álfunnar, menn breyta um lifnaðarháttu trú og siðferðishugmyndir, og veröldin sjálf tekur meira að segja stakkaskiptum. Lærðir menn höfðu að vísu vitað allt frá því í fornöld, að jörðin var hnöttur eða böllótt eins og íslenzkir stjarnfræðingar orða það á 12. öld. Þeir fróðu menn reiknuðu út, að það mundi taka sig 180 daga að sigla kringum jörðina í sæmilegum byr. Þrátt fyrir þessa getspeki Islendinga og annarra Evrópu þjóða, þekktu þær ekki nema lítinn 'hluta af yfirborði jarðar. Heim ur Vesturlandabúa stækkaði því skyndilega, þegar þeir fundu tvær nýjar heimsálfur og djörfum sægörpum tókst að sigla allt í kringum hnöttinn. 1 þessu hafróti breytinga og byltinga á fyrra hluta aldarinnar segjum við, að nýtt tímabil hefjist í sögunni, nýja öldin gengur í garð og er stórgeðja þegar í upphafi. Þýzkaland og myndun þjóðríkjanna. Trúarbragðadeilur siðskiptatímans voru hin stórpólitísku átök þeirrar aldar milli auðvalds og lénsskipulags, konungs- valds og kirkjuvalds, bænda og landeigenda, verkamanna og atvinnurekenda, og allir þessir aðilar höfðu sína sérstöku trú og skiptust í andstæðar fylkingar, eins og þjóðfélags-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.