Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 58

Réttur - 01.08.1950, Síða 58
218 RÉTTUR ur kaþólsku kirkjunnar, en honum ofhauð fégræðgi hennar og framferði aflátssalans Tetzels, sem var blygðunarlaus mangari. Friðrik kjörfursti bannaði því að selja afláts- bréf í ríki sínu, en Tetzel kom allt að landamærum Saxlands og ginnti auðtrúa þegna furstans til þess að eiga kaup við sig, og það var ekki amalegt að verzla við Tetzel. Menn gátu fengið aflát alls konar glæpa fyrir nokkra skildinga, þar á meðal friðþægt fyrir föðurmorð með 4 dúkötum. En nú brá svo undarlega við, þegar borgarbúar frá Wittenberg komu hvítþvegnir af syndum sínum frá Tetzel, að kennari í guðfræði við háskóla borgarinnar Lúther að nafni neitaði að viðurkenna gildi aflátsbréfanna. Syndararnir kærðu málið fyrir Tetzel, og rimma hófst milli hans og guðfræðingsins, sem negldi upp hinar frægu setningar sínar um misnotkun aflátssölunnar á kirkjuhurð í Wittenberg. Þessi atburður reyndist sem herblástur gegn kaþólsku kirkjunni. I þetta sinn hafði hún ekki kunnað sér hóf, ekki skilið að langlundargeði þýzkrar þjóðar voru nokkur takmörk sett. Þjóðverjar fögnuðu mjög framkomu Lúthers, og hann varð frægur maður á skammri stundu. Uppreist Lúthers Lúther ætlaði ekki að segja kirkjunni stríð á hendur með gagnrýni sinni á aflátssölunni, en rás atburðanna varð sú, að andstæðurnar skerptust von bráðar, og hann átti ekki afturkvæmt í skaut kirkjunnar. Hann eignaðist marga óþolinmóða fylgismenn, sem ýttu á eftir því, að hann héldi áfram stefnunni og fletti ofan af siðspillingu og fjárdrætti páfadómsins. Lúther var bardagamaður í eðli sínu, mál- snjall með afbrigðum og pennafær að sama skapi. Prent- listin var orðin allútbreidd um þessar mundir og kom nú í góðar þarfir. Fram til þessa tíma hafði latína yfirleitt verið ritmálið, en Lúther skrifaði áróðursrit sín á þýzku,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.