Réttur


Réttur - 01.08.1950, Page 60

Réttur - 01.08.1950, Page 60
220 RÉTTUR kaupmenn fluttu með sér nokkur kjarnyrtustu flugritin yfir f jöll og firnindi og létu snara þeim á tungu sína, menn ræddu um hneykslið í Oxford og Cambridge, en pískruðu um það í Svartaskóla í París. Menn fornmenntastefnunnar tóku árásum Lúthers á munka og skólaspekinga með leynd- um fögnuði. Þeim blöskraði ofstækið og gífuryrðin, en bjuggust við, að menn yrðu fúsari til að hlýða viturlegum fortölum sínum, þegar þeim ofbyði berserksgangurinn í spámanninum. Freísi kristins manns Áhrifaríkasta kennisetning Lúthers fjallaði um frelsi kristins manns og það, að lestur biblíunnar mundi upp- tendra ljós heilags anda og upplýsa hjörtu lesandans. Lút- her þýddi Nýja testam. á þýzku 1521, en komst brátt að raun um, að fleiri en hann gátu beitt guðsorði fyrir sig sem skínandi brandi. Menn tóku biblíunni fegins hendi á móðurmáli sínu og fóru þegar að leita í henni að ritningar- stöðum, sem réttlættu kröfur þeirra í þjóðfélagsmálum. Lúther kenndi að trúin á Jesú Krist gerði hvern mann að presti, þess vegna leyfðist öllum að leggja út af ritningunni eftir eigin höfði. Hann sagði erindreka páfa, að hann tæki ekkert aftur af því, sem hann hefði sagt eða skrifað, nema hann yrði sannfærður með orðum biblíunnar um það, að hann hefði á röngu að standa. Nú fundu flestar þjóðfélags- stéttir það, sem þær leituðu að í hinu 'helga riti og byggðu á því kröfur um þjóðfélagslegar umbætur og sögðust ekki láta af þeim, nema þær kæmu ekki heim við guðsorð. Þegar svo var komið, fór Lúther að takmarka allmikið frelsi kristins manns. 1 Þýzkalandi skiptust menn í þrjá flokka um kenningar Lúthers: Gegn þeim reis keisarinn, geistlegir furstar, hefð-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.