Réttur - 01.08.1950, Blaðsíða 68
228
RÉTTUR
Beðið fyrir einuiu
Morgunblaðið 13. sept. 1950: ,,Truman hefir farið fram á 139,8
millj. dala fjárveitingu við þingið til að gera sérstaka borg sem
stjórnin getur haft aðsetur í fyrir utan Washington. Hún á að vera
örugg gegn kjarnorkusprengjum. Hugmyndin er að hún verði
neðan jarðar og notuð ef hætta þætti á kjarnorkustyrjöld“.
Þú, sem úr skýjum miðlar mestum friði
mönnum og konum, gömlum bæði og ungum,
þú, sem varðst okkur óbeðinn að liði,
okkur, sem velkjumst nú í raunum þungum
ég fyrir mína kerlu þakka þér
og þakka sérstaklega fyrir krakkagreyin,
ég veit þú hefir einnig ætlað mér
og öllu hyski mínu friðland hinum megin,
ó, virztu að heyra vora bænarskrá
þú vísi dollarþurs í neðsta iðri jarðar,
þín lýsir hjálp og hjartagæska frá
Hirósíma-borg og allt til Kollafjarðar,
ó, mætti, herra, mærðin þessi klén
þig minna á trúan þjón, sem forðum var þinn gestur,
hann, þennan eina sanna Bjarna Ben,
hann Bjarna litla þinn, sem flaug um árið vestur.