Réttur - 01.08.1950, Síða 73
RÉTTUR
233
verið samþykkt lög um að húsaleiga skyldi lækka. Niður-
staðan varð 109 stig fyrir júlímánuð. Ef reiknað hefði ver-
ið með sömu upphæð fyrir húsaleigu og áður, átti hún hins-
vegar að vera um 116 stig. En af rausn sinni gaf ríkisstjórn
in út bráðabirgðalög samtímis, þar sem svo er fyrir mælt að
kaupgjald skuli reiknað með vísitölunni 112 stig.
Nú var verkalýðssamtökunum nóg boðið, svo stjórn Al-
þýðusambandsins hlaut, að taka eitthvað til bragðs. Skor-
aði hún nú á verkalýðsfélögin að segja upp samningum,
og forsetinn lýsti því yfir að tilgangurinn væri að fá „upp-
borna“ alla þá kjararýrnun, sem gengislækkunin hefði
valdið. Flest verkalýðsfélög á landinu sögðu upp samn-
ingum frá 1—15. sept. Leið nú fram undir lok ágústmán-
aðar. Bjuggust félögin hvert fyrir sig, sem bezt undir á-
tökin, en ekkert heyrðist frá sambandsstjórn. Þá var
skyndilega tilkynnt, að samningar hefðu tekist milli rík-
isstjórnarinnar og stjórnar Alþýðusambandsins, á þá leið
að gefin yrðu út ný bráðabirgðalög, er mæltu svo fyrir að
kaupgjald skyldi reiknað með vísitölunni 115 frá 1. júlí til
áramóta. Jafnframt aflýsti stjórn Alþýðusambandsins
allri baráttu fyrir hærra kaupi.
Þetta var 2,7% hækkun, eða rúmar tvær krónur á dag
til handa verkamanni með Dagsbrúnarkjörum. En til þess
að ,,fá uppborna kjaraskerðinguna af völdum gengislækk-
unarinnar", svo notuð séu orð forsetans, hefði kaupið
þurft að hækka að minnsta kosti um 30—40%, miðað við
núverandi „grunnkaup".
Ekki er að efa að þessi leikur hefur verið settur sam-
eiginlega á svið. Tiltækið með útreikning vísitölunnar i
júlí, hafði þann tilgang að gefa sambandsstjórn tækifæri
til að „berjast“ og „vinna sigur“. Og sviðsetningin var gerð
af slíkum hagleik að hægt var að vinna sigurinn (!!) með
árangrinum nákvæmlega núll.