Réttur


Réttur - 01.08.1950, Side 75

Réttur - 01.08.1950, Side 75
RÉTTUR 235 á þeim tíma, sem kom sér bezt fyrir útgerðarmenn, eins og eftir pöntun. Tilgangurinn var sýnilega að þreyta sjó- menn í margra mánaða verkfalli, með sem minnstum til- kostnaði fyrir útgerðina. Sjómenn á Akureyri og Neskaup- stað höfðu gert tiltölulega hagstæðan samning um kjör á karfaveiðum og stunduðu togarar þaðan þessar veiðar í allt sumar með góðum 'hagnaði bæði fyrir útgerð og skips- höfn. 1 samræmi við tilganginn var þessum samningum hafnað hér syðra. Síðan var ekkert aðhafzt og engar sátta- tilraunir gerðar þar til í september. 21. september er sátta- tillaga borin undir atkvæði, en að dómi sjómanna bauð hún upp á engu betri kjör, og í sumum atriðum jafnvel lak- ari en gilt hafa hingað til. Tillaga þessi var felld, með mikl- um þorra atkvæða enda þótt stjórn Sjómannafélags R'eykjavíkur væri hlutlaus. Aðilar á Akureyri og Neskaup- stað fóru þess þá á leit við Félag ísl. botvörpuskipaeigenda að fá að gera sérsamninga, en því var hafnað að viðlögðum þungum fésektum og refsingum. Var nú enn ekki aðhafzt þar til seint í október, að stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur og annarra félaga, sem hún hefur umboð fyrir, fóru þess á leit, samkvæmt tilmælum ,,sáttanefndar“ að fá fullt umboð til að ganga frá samningum. Þessu var hafn- að með miklum meirihluta atkvæða allsstaðar nema á Akra- nesi. Málaleitun þessi var gerð á grundyelli sáttatilboðs, sem að dómi sjómanna var engu betra en hið fyrra, nema síður væri. Daginn eftir var samið á Akranesi um þau kjör, sem í sáttatilboðinu fólust með samþykki stjómar Sjó- mannafélags Reykjavíkur og að hennar undirlagi. Þannig vom samtök verkfallsmanna rofin af sjálfum stjórnendum verkfallsins. Akranestogarinn var samstundis sendur á veiðar og jafnframt var tillaga sem bauð upp á sömu kjör borin undir atkvæði sjómanna annarsstaðar á landinu, og mælti nú stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur eindrégið með henni. Rétt er að geta þess, að enda þótt stjórn Sjó- mannafélagsins og atvinnurekendur hafi farið sér hægt í

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.