Réttur


Réttur - 01.08.1950, Síða 79

Réttur - 01.08.1950, Síða 79
RÉTTUR 239 Stalin, Kurze Lebensbes- chreibung. Þetta er ævisaga Stalins, rit- uð af þeim G. F. Alexandrow, M. P. Galaktionow, W. S. Krush- kow, M. B. Mitin, W. D. Mots- chalow og P. N. Pospelow. Rosa Luxemburg: Briefe aus dem Gefángnis. Þessi fögru bréf Rósu Luxem- burg, rituð úr fangelsinu 1916— 17, gefa hverjum, sem les þau, nýja hugmynd um þennan á- gæta leiðtoga þýzks verkalýðs. Ernst Sommer: Revolte der Heiligen. Þetta er skáldsaga af einhverj- um ógnþrungnasta atburði allra tíma: Uppreisn og hetjudauða Gyðinganna í Getto Varsjáborgar. Sieg des Lebens und andere Srzáhlungen. Þetta er úrval af smásögum og frásögnum rússneskra rithöfunda, að mestu úr heimsstyrjöldinni síð- ari. Inngang að þeim hefur Fried- rich Wolf skrifað. Henri Claude: Der Marshallplan. Þetta er bók eftir franskan höf- und, þýdd á þýzku, og fjallar um Marshalláætlunina. Er þetta ein- hver skilmerkilegasta gagnrýni og rannsókn á „áætlun“ þeirri, sem sett hefur verið fram í bókar- formi. Höfuðkaflar bókarinnar eru eftirfarandi: I. Marshalláætlunin og út- þenslustefna Bandaríkjanna. II. Áætlun um undirokun Ev- rópu. Þar í er m. a. skilgreint hvernig lánveitingarnar til rík- isstjórna Evrópu eru notaðar til að múlbinda þær og hvernig „áætlunin um viðreisn Evrópu“ er notuð til þess að gera iðnaðar- lönd Evrópu að nýlendum Banda- ríkjanna. III. Áætlunin um eyðileggingu Evrópu. Þar í er lýst hvernig Marshalláætlunin er undirbúning- ur að hernaðarfyrirætlunum Bandaríkjanna, þar sem þau gera skuldunauta sína, Evrópulöndin, fyrst að vopnabúri, svo að blóð- velli og að síðustu að kirkju- garði. IV. Verkfæri áætlunarinnar. Þar er lýsing á baráttuaðferðum amerísku auðdrottnanna, and- kommúnismanum í Hitlersstíl og öðrum áróðurs- og stjórnmála-að- ferðum þeirra. V. Ályktanir. Bók þessi er full mjög eftirtekt- arverða upplýsinga, sem einnig hafa mikið gildi fyrir ísland. Þá hefur Dietz Verlag einnig hafið útgáfu á ritum Stalins í þýzkri þýðingu og eru 2 fyrstu bindin komin út og ná yfir rit hans fram að 1913, en alls verða þetta 16 bindi. Þá hefur og Dietz Verlag gefið út að nýju mjög mikið af hinum gömlu, sígildu ritverkum marxismans, svo sem „Das Kapital“ eftir Marx, Bréfa- skipti Marx og Engels, mörg rit Karl Kautskys og Frans Mehring o. fl. o. fl.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.