Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 1

Réttur - 01.08.1953, Page 1
RÉTTUR TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL j 3.-4. HEFTI . 37. árg. 19 5 3 £ining alþýðnnnar og manngildi Islendinga eftir EINAR OLGEIRSSON Auðmannastétt íslands beitti í ríkum mæli þeirri bardagaað- ferð við kosningar til Alþingis 1953 að hræða kjósendur út um land, sérstaklega í kaupstöðunum, með því að ef þeir kysu ekki íhaldið, myndi ríkisstjórnin ekki láta viðkomandi bæi fá það fé og þau lán, sem nauðsynleg voru til sæmilegs atvinnulífs í bæjunum. Þessi bardagaaðferð bar „góðan“ árangur. Þótt fleira bæri til, einkum sú staðreynd að verkalýðshreyfingin var pólitískt klofin í tvennt og ,,Þjóðvarnarflokkurinn“ reyndi þar að auki að kljúfa andstæðinga hernámsins og tókst að nokkru, þá var þó þessi kúgunarherferð auðvaldsins í landinu ein höfuðorsök þess að íhaldið, auðmannaflokkur íslands, hefur nú alla kjördæmakosna þingmenn bæjanna á íslandi, utan Reykjavíkur, þótt verklýðs- flokkar hafi á einhverju skeiði milli 1920 og 1950 haft kjördæma- kjörna þingmenn þessara bæja allra, nema Vestmannaeyja. Það er engum blöðum um það að fletta að þetta vopn íhaldsins (hefur bitið. Þessi hagnýting óttans hefur borið árangur. Menn, sem skoðanalega eru með alþýðuhreyfingunni, hafa látið bugast og kosið Ihaldið af ótta við atvinnuna á viðkomandi stað. Sömu aðgerða verður vart í ríkum mæli í hernámsvinnunni á Keflavík-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.