Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 5

Réttur - 01.08.1953, Side 5
RÉTTUR 141 fyrir auðvaldinu að eitra íslenzkt þjóðlíf og leysa upp manngild- ishugmyndir þess, vegna þess að bæði hin forna sveitamenning og sósíalistísk verklýðshreyfing nútímans unnu þar á móti. En einmitt á síðustu árum hefur aðstaðan stórbreytzt auðvaldinu og siðferðilegum upplausnaröflum þess í hag. Það þarf verklýðshreyf- ingin tafarlaust að gera sér ljóst og breyta samkvæmt því. 2. Amerísku auðvaldsáhrifin flýta geigvænlega fyrir „af-menn-ingunni". Bandaríki Norður-Ameríku eru það auðvaldsþjóðfélag, þar sem auðvaldsskipulagið hefur orðið hreinræktaðast. Þar hafa því einn- ig þau skaðsemdaráhrif þess, sem hér eru gerð að umtalsefni, orðið mest áberandi. Hvergi í veröldinni hefur matið á manninum orðið eins „borgaralegt“ og þar. Hvergi hefur manngildið eins orðið að víkja fyrir peningagildinu og þar. Kemur þar einkum tvennt til greina um orsakir. Annarsvegar þetta: Bandaríska þjóðfélagið er auðvaldsþjóðfélag frá upphafi vega. Það mannfélag, er fyrir var, þjóðfélag Indíán- anna, sem vissulega hafði manngildishugsjónir svipaðar þeim, sem íslendingar á söguöld, var upprætt og menning þess hafði engin áhrif á nýtísku auðvaldsmenningu Bandaríkjanna, nema leggja til nöfn á sumar alræmdustu auðvaldsborgir þeirra, eins og Chicago. Það, sem fastheldni við fornar manngildishugsjónir, eða endur- vakning þeirra, gat áorkað óbeint á móti spillingaráhrifum auð- valdsskipulagsins, svo sem hér og á Norðurlöndum, það vantaði alveg í Bandaríkjunum. Auðvaldið fékk, óhindrað af gömlum erfðum, að ryðja sínu mati á mönnunum braut: peningamatinu. Hinsvegar þetta: Verklýðshreyfingin, sem varð bjargvættur al- þýðunnar í Evrópu, eigi aðeins hagsmunalega séð, heldur og sið- ferðilega, hefur ekki megnað að verða hið mikla andlega og póli- tíska afl í Bandaríkjunum, sem gæti gert hina smáu sterka í krafti þess að þeir findu og vissu að þeir væru fjöldinn, er stæði saman allir fyrir einn og einn fyrir alla. Hugsjón sósíalismans, boð- skapurinn um gildi hins vinnandi manns, um manngildi alþýðunn- ar, hefur ekki náð til fjöldans í Bandaríkjunum, til að skapa mót-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.