Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 12

Réttur - 01.08.1953, Side 12
148 RÉTTUR Manngildishugsjónin var aðal íslendinga í íornöld. Hún gaf íslend- ingasögunum og ódauðlegum persónum þeirra þann ljóma, sem ei mun firnast, Sá kjarkur og trú á sjálfan sig, sem samfara henni er, hélt oss lifandi allar aldir niðurlægingarinnar. Og í krafti þess- arar tilfinningar um mátt vorn og rétt, reis alþýða lands vors svo undrafljótt upp, eftir erlendu áþjánina, rétti úr bognu baki sínu og skráði með verkum sínum og baráttu hetjusögu sína á 20. öld. Hver bær og þorp á sína endurminningu um þá hörðu baráttu, þegar upp úr logaði í átökunum milli alþýðu og auðvalds, og þá hljóðlátari, en ekki síður fórnfreku, baráttu, sem háð var dag eftir dag, ár eftir ár, við að byggja upp samtök alþýðunnar, fagleg og pólitísk, reisa vígi verkalýðsins, stein fyrir stein. Hin stórfelldu átök stéttabardaganna á íslandi setja sinn svip á sögu þessarar aldar: hásetaverkfallið 1916, hver verkfalisslagurinn eftir annan í Reykjavík og Vestmannaeyjum á þriðja áratug aldarinnar, mann- ránin í Keflavík og Bolungavík, Novuslagurinn og Dettifossslagur- inn á Akureyri og Siglufirði, bardaginn 9. nóvember 1932 og þannig mætti áfram rekja bardaga alþýðunnar fyrir lífi sínu og samtaka- rétti, allt fram til bardagans 30. marz 1949, er reykvísk alþýða varði frelsi og heiður föðurlandsins gegn landráðalýð erlends yf- irdrottnunarvalds. Og samtíma þessum hörðu átökum milli auðvalds og alþýðu, á sér stað alla öldina hæg, sterk sókn alþýðunnar á öllum sviðum lífsins, allt frá uppbyggingu samtakanna og flokkanna, verkföllum og kaupdeilum, stofnunar og útbreiðslu blaða og tímarita verka- lýðshreyfingarinnar, þrotlausu uppeldis- og fræðslustarfi til stór- fenglegra átaka á stjórnmálasviðinu um stefnumál alþýðunnar. Það hefur margt dýrmætt orðið til í þessari baráttu: Hve gerólík eru ekki lifskjör alþýðunnar þeim þrældómi, sem hún bjó við í upphafi aldarinnar, og gætu þó verið margfalt betri. Smán fátækra- flutninganna vofir ekki lengur yfir höfði þeirra, sem bágast eiga, eins og fyrir tveim áratugum. Og þannig mætti lengi telja. En það dýrmætasta, sem orðið hefur til í þessari barátttu er sá verkamaður sjálfur, sem ber höfuðið hátt, sem er stoltur af stétt sinni, veit að hún ber þjóðfélagið uppi og mun taka forustuna fyr-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.