Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 13

Réttur - 01.08.1953, Side 13
RÉTTUR 149 ir þjóðinni, reka erlenda innrásarherinn úr landi hennar, brjóta ok auðvaldsins af hálsi hennar og leiða hana fram til sósíalisma og alþýðufrelsis. Það er þetta hnarreista höfuð, sem auðvaldið nú vill beygja. Það er þetta stéttarstolt, sem auðvaldið nú vill brjóta. Það er þessi sig- urvissa meðvitund alþýðunnar, sem auðvaldið nú vill eitra og eyöi- leggja. — Og þannig er vegið að þeim anda verklýðshreyfingar- innar, sem er dýrmætari en allir hagsmunir hennar, af því allir hagsmunasigrar alþýðunnar byggjast á þessum baráttuþrótti, kjarki, hugrekki. Þessvegna er allri atlögu auðvaldsins að verklýðshreyfingunni nú beint að hjartastað alþýðunnar, allt frá þeim ósjálfráðu áhrif- um auðvaldsskipulagsins að setja peningagildi í stað manngildis, beygja kné mannsins fyrir Mammon dollarsins, og til skipulagðra skoðananjósna og atvinnuofsókna í þeim tilgangi að minnka mann- inn, brjóta hann siðferðilega á bak aftur. Alþingiskosningarnar 1953 voru alvarleg viðvörun til verkalýðs- ins um að hann verði tafarlaust að skapa með sér baráttueiningu á stjórnmálasviðinu. Sú vakning sem greinilega er hafin í verklýðshreyfingunni með einingarsigrum í stjórnarkosningum fjölmargra verklýðsfélaga, sýnir að verkalýður íslands er að átti sig á hvað er í húfi. 21. febrúar 1954 gerði Iðja, félag verksmiðjufólks, samþykkt út af þessum mólum, sem í senn er tímabær og til fyrirmyndar. Sú einróma samþykkt Iðju hljóðar svo: „Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, haldinn 21. febrúar 1954, lítur á það sem höfuðnauðsyn verksmiðjufólks sem og verkalýðsins í heild, að samtök lians verði efld og styrkt sem mest til þess að vernda hagsmuni og félagslegt frelsi verkafólksins. Framar öllu telur fundurinn það brýna nauðsyn, að verka- lýðssamtökin sýni fullt sjálfstæði gagnvart atvinnurekendum, og telur það háskalegt og vansæmandi fyrir verkalýðssamtökin, að þau þoli ofsóknir eða kúgunarráðstafanir á hendur einstökum meðlimum samtakanna, t. d. með hótunum um atvinnumissi vegna starfa fyrir samtökin eða vegna stjórnmálaskoöana. Fundurinn lítur svo á, að árás á einn meðlim samtakanna sé árás á samtökin í heild. Þess vegna skorar fundurinn á alla meðlimi félagsins og á allan

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.