Réttur - 01.08.1953, Side 14
150
RÉTTUR
verkalýð landsins að bindast föstum samtökum um verndun
skoðanafrelsis og félagsiegra réttinda meðlimanna á grundvelli
meginreglu verkalýðssamtakanna, einn fyrir alla og allir fyrir
einn.“
En þróunin þarf að ganga fljótt. Eitur auðvaldsskipulagsins í
þjóðfélagslíkama íslands breiðist út. Spillingarbælið á Keflavíkur-
velli eykur á hættuna.
Verkalýðurinn þarf fljótt að leiða til sigurs baráttu sína fyrir
fullkominni einingu, fyrir þeirri reisn og forustuþrótti sem íslenzka
þjóðin nú á framtíð sína og frelsi undir.
Látum auðvaldsskipulaginu ekki takast að slíta þann rauða
þráð manngildis, sem liggur frá íslendingasögum þjóðveldisins
til frelsisbaráttu vinnandi stétta nútímans.
Látum auðvaldi og „ameríkanisma" ekki takast að gera íslend-
inga borgaralega, lítilsiglda þjóð.
Alþýða íslands mun rísa upp í krafti einingar sinnar, til þess að
vinna sitt sögulega hlutverk, sigra íslenzka og ameríska auð-
valdið. Það er enginn efi til um þann sigur. Auðvaldsskipulagið
skapar og eflir sjálft verkalýðinn, þann, sem grefur því gröfina,
og eykur í sífellu fjölda hans. Auðvaldið er fulltrúi dauða-
dæmds þjóðfélagsstigs, — og „það vinnur aldrei neinn sitt dauða-
stríð.“ En hver stundartöf getur orðið þjóð vorri dýr. Auðvalds-
þjóðfélagið getur eyðilagt verðmæti, sem seint verða sköpuð aftur.
Þessvegna er eining alþýðunnar boðorð dagsins í dag, vegna
hagsmuna alþýðunnar, frelsis landsins og manngildis íslendinga.