Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 24

Réttur - 01.08.1953, Side 24
160 RÉTTUR Samt orti hann þarna í þrjú hundruð ár, og þar býr hann lifandi og dauður. í ár er það svona. En seinna það má í sveit auka túnvelli og bögu. Og stuðlarnir þruma enn þústinni frá um þrjú hundruð áranna sögu. En fátt var þó kempulegt Kolbeini á: um kinnarnar útigangsskorpinn, og ei fyrir mann var hann mikill að sjá, og myndin hans dökkýrð og korpin. í knjám var hann hokinn, og bak hans var bent og bárur um lófana stóra. Hann leit út sem túnjurt af hendingu hent á hrjóstur að visna eða tóra. En hitnaði skap hans, þá beiö hann sitt barr, í bragðinu snjallur og þorinn, og ljómaði upp sem ið kræklótta kjarr, er knapparnir springa út á vorin. Og skýlið hans kallaðist bæli og bás og búlandið skriður og keldur. Fyrir hurð sinni átti hann alls engan lás — og ei fyrir trú sinni heldur. En út yfir heiðarnar hentust hans ljóð og háseta til fram á víði. Og hann var þeim myrkfælnu hjálpin í óð og héraðsins átveizluprýði. — En þá eins og oftar var hert að hans hag í harðbýli mannláns og veðra.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.