Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 26

Réttur - 01.08.1953, Page 26
162 RÉTTUR Og Kolbeinn sá uppkast að einhverri mynd, sem eltandi skaut henni niður. Loks kom hann þeim fimm heim í fjárkofann sinn um flughálku og kveldseturs blindu. Þær létu sem vitlausar, vildu helzt inn í vegginn, sem dyrnar ei fyndu. Það seig nú í Kolbein. Inn krærnar hann fer, sem kolþreifamyrkrin ein buðu. Og hrópandi fór hann :„Hver fjandinn er hér?'1 í frýjun hans vísumar suðu. „Þeir kalla mig Gamla! í grenið mig dró úr gustinum. Varð hér að una, á erindi við þig“ —^var kveðið í kró — og Kolbein fór misjafnt að gruna. Því honum fannst vofulykt, væmin og heit. Hvort var þetta höfðinginn? Eða það gat verið einhver úr annarri sveit, sem erfiljóð bæði hann að kveða. Og loks hafði hann falið þar fénaðinn sinn, er féll yfir náttmálasortinn. Þeim aðkomna brautingja bauð hann svo inn á baðstofuylinn og skortinn. En nú átti ei fengsælum fólk hans, af sæ að fagna né gesti í boðið, því daufleg er heimkoma í hungraðan bæ og hafa ekki dregið í soðið. En húsmóður þunglega fjármissan féll: „Það fór eins og vangæzlan skapar

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.