Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 28

Réttur - 01.08.1953, Page 28
164 RÉTTUK Og ei þurfti langsýni löggina að sjá, er lagði hann sleifina niður. Svo jaxlar hann fiskinn. Og jafnt að því fer sem járnbraut í landssjóðinn boðin, því stirtlur og hnakkann hann iiændi að sér, að húsbónda þunnildi og roðin. Það tók ekki lengi þann tiiþrifa gest að tína í það, sem var holur. Svo vék hann að mötunaut: „Býzt við sé bezt ég beri upp erindið, Kolur!“ GAMLI: Öli eru skrímsli hafs á hleri hérna út hjá Draugaskeri. Tveir á kryppu klettsins gætum karlvega þar hangt í sætum. Leystu nú, Kolbeinn, kvæðavandann! ♦ Kveðstu þar á við skáldafjandann. Hvor, sem þrýtur þá að svara, þú eða ég á glæ skal fara. KOLBEINN: Þá skal efna að upphafinu: Út kem ég frá dagsverkinu, þegar á kveldi kuldagjömu kolblámar um vesturstjörnu. Áskil mér svo annars vegar úti skuli rimman þegar, þenur yfir Þverfells hymu þverrimáni feiga glyrnu.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.