Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 29

Réttur - 01.08.1953, Page 29
RÉTTUR 165 GAMLI: Þér skulu veitast bragarbætur botnsins fyrri helming' nætur, ég mun svara síðstu hending síðan fram að mótsins ending. KOLBEINN: Skömmtum jafnt, svo skakki ei halli, skiptumst á með sjávarfalli. Þú skalt aldrei, illu feginn, ísland teyma á refjaveginn. GAMLI: Kolbeinn, svaðilsöngva sterki, svíkstu nú ei undan verki! Fært er ekki að fyrirtregðast. Fæ ég þá, sem heitum bregðast. KOLBEINN: Lesum upp vor lög við skerið. Langa ævi hef ég verið litlum gæðum upp að inna: orðheldnina feðra minna. Og Kolbeinn sá spjátrunginn spretta á dyr, en spurði ekki, hvernig hann færi, því hann var nú öryggri á því en fyrr, hver aðskotamaðurinn væri! En konan hans förinni eggjaði af sem óþörf og vonleysu um borgun. „Frá Draugaskers-álnum er hálfróið haf“, kvað hann, „út til fiskjar á morgun“.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.